fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Guinness-methafi klippir lengstu fingurneglur heims – Breytingin tók sinn toll

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 23. júlí 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 82 ára gamli Shridhar Chillal kom sér í heimsmetabók Guinness fyrir að bera lengstu fingurneglur heims, en nú hefur hann látið neglurnar umtöluðu fjúka – í fyrsta sinn í 66 ár. Þetta gerði hann við athöfn á Ripley‘s Believe it or Not safninu í New York á dögunum og má finna neglurnar til sýnis í safninu.

Frá fjórtán ára aldri ákvað Shridhar, sem búsettur er á Indlandi, að láta neglur sínar vaxa á vinstri hendi eftir að kennari hans sagði honum að hann gæti ekki skuldbundið sig við neitt. Hinn ungi Shridar tók þessu sem áskorun og var þá ekki aftur snúið.

Þegar leið á tímamótin var nöglin á þumalnum, sem í áratugi mældist sem sú lengsta, orðin hátt í 200 sentímetrar að lengd, en neglurnar samanlagðar eru um 909 sentímetrar.

Þessi söfnunaráhugi hans hafði ekki mikil áhrif á einka- né atvinnulíf mannsins. Hann er giftur, með tvö börn og hefur notið góðs af starfi sem ljósmyndari. Hins vegar hefur áhugamálið tekið sinn toll með öðrum mæli, eins og Shridar uppgötvaði eftir að neglurnar voru látnar fjúka. Samkvæmt heimildum Guinness getur maðurinn ekki lengur opnað hnefann úr þeirri krepptu stöðu sem hann var í öll þessi ár.

Shdirhar og gripirnir sjást til sýnis hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því