fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Hefðu ekki lagt fram bókun vitandi af veikindum borgarstjóra

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 23. júlí 2018 08:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, lagði ásamt öðrum fulltrúum minnihlutans fram bókun á fimmtudag hvar lýst var yfir óánægju með fjarveru borgarstjóra á fundinum vegna sumarleyfis hans. Þar var það sagt „ámælisvert“ og „óásættanlegt“ að hann sendi staðgengil á fundinn fyrir sig.

Eyþór segir við Morgunblaðið í dag að bókunin hefði ekki verið lögð fram ef fulltrúarnir hefðu vitað af veikindunum, en Eyþór segir veikindin hafa komið þeim á óvart og þeir fyrst lesið um þau í fréttum:

Við ósk­um hon­um að sjálf­sögðu góðs bata og að meðferðin gangi vel.“

Bókun minnihlutans:

„Stjórn­ar­andstaðan tel­ur það óá­sætt­an­legt að borg­ar­stjóri skuli vera fjar­ver­andi vegna sum­ar­leyf­is á síðasta reglu­lega fundi borg­ar­ráðs fyr­ir sum­ar­frí ráðsins. Það er sér­stak­lega ámæl­is­vert í ljósi þeirra al­var­legu mála sem upp hafa komið síðustu daga, sem brýnt er að fjallað sé um áður en borg­ar­ráð fer í sum­ar­frí. Þannig er ekki ásætt­an­legt að borg­ar­stjóri sendi staðgengil fyr­ir sig á fund­inn. Þessi mál sem um ræðir eru eft­ir­far­andi: álit umboðsmanns Alþing­is um viðvar­andi og vax­andi vanda heim­il­is­lausra, dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur sem dæmt hef­ur Reykja­vík­ur­borg til að greiða starfs­manni Ráðhúss Reykja­vík­ur skaðabæt­ur vegna slæmr­ar fram­komu skrif­stofu­stjóra skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara og úr­sk­urður kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mála vegna brots Reykja­vík­ur­borg­ar gegn lög­um um jafna stöðu og jafn­an rétt kvenna og karla við ráðningu borg­ar­lög­manns í ág­úst árið 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar