fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Heimur versnandi fer – fyrir götutónlistarmenn

Egill Helgason
Sunnudaginn 22. júlí 2018 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi fullorðni maður spilaði á gítar og söng á torgi í Cambridge í Massachusetts, skammt frá Harvard. Þessi iðja kallast að böska – enska orðið er busking. Að leika tónlist úti á torgi í þeirri von að vegfarendur launi manni með smá peningagjöfum.

Þetta er góð og göfug iðja. Hinn ágæti tónlistarmaður KK böskaði áður en hann fór að gefa út plötur og njóta viðurkenningar. Spilaði sem götutónlistarmaður víða um Evrópu.

Svo er það Jójó sem spilar ennþá í Austurstrætinu í Reykjavík. Hann var eitt sinn að leika á gítarinn sinn á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þá gekk Bruce Springsteen þar framhjá, tók hann tali og spilaði með honum. Frá þessu segir í grein í Rolling Stone frá því fyrir tveimur árum undir fyrirsögninni Bruce Springsteen böskar á götum Kaupmanahafnar.

Í þessu myndbandi má sjá Jójó og Bruce spila og syngja saman. Springsteen er náttúrlega sérlega heill og sannur maður.

En maðurinn sem spilaði í Cambridge í dag í fallegu veðri lék lög eftir Bítlana, Rolling Stones, Dylan og John Sebastian. Hann var með stuttar kynningar milli laganna og talaði meðal annars um að heimur færi versnandi. Maður getur ekki varist þeirri tilhugsun að frá hans sjónarhóli sé það svo.

Fólk hangir alls staðar, lon og don, í símunum sínum og tekur ekki eftir neinu sem gerist í umhverfinu. Það er óravegu í burtu og nærlífið fer framhjá því.

Og svo eru allir núorðið með kort, voða fáir með seðla sem hægt er að troða í hatt eða fötu hjá götulistamönnum. Hér er ágæt grein úr Guardian, höfundurinn er Brett Scott, og hann segir að samfélag án reiðufjár sé svindl og fjármagnsöflin séu á bak við það.

Ég gæti eiginlega ekki verið meira sammála honum. Ég fann nokkra dollara í vasa mínum til að setja í sjóð tónlistarmannsins sem skemmti mér þennan dagpart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar