fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Skólameistari Kvennaskólans: Vonbrigði hversu margar stúlkur nota munntóbak

Alltaf staðið í þeirri trú að piltar notuðu frekar munntóbak

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2016 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Loks langar mig að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak,“ segir Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Kvennaskólans í Reykjavík, í orðsendingu í tölvupósti til nemenda.

Þar minnir Hjalti Jón nemendur Kvennaskólans á skólareglur sem meðal annars kveða á um að notkun hvers kyns tóbaks, þar með talið reyktóbaks, neftbókas og munntóbaks, sé stranglega bönnuð í húsakynnum skólans, á lóð hans og samkomum og ferðum á vegum hans.

Það vakti athygli nemenda að Hjalti Jón tiltók sérstaklega að hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með það hversu margar stúlkur virðast vera farnar að nota munntóbak. Einhverjir voru ósáttir við þetta orðalag og túlkuðu það á þá leið að strákar mættu frekar taka í vörina en stúlkur.

Í samtali við DV kveðst Hjalti Jón alls ekki hafa verið að meina það – munntóbaksneysla hafi aukist mikið á undanförnum árum og það sé ekki af hinu góða, breytir þá engu hvort drengir eða stúlkur noti munntóbak.

„Ég er búinn sem skólastjóri að berjast gegn tóbaksnotkun í mörg ár. Ég hef alltaf verið þeirrar trúar að það væru piltar sem tækju í vörina og staðið í þeirri trú að fáar stúlkur notuðu munntóbak. Nú hef ég fengið vísbendingar um að útbreiðsla munntóbaksneyslu meðal stúlkna sé orðin veruleg. Það kemur mér á óvart og auðvitað veldur það mér vonbrigðum,“ segir hann.

„Það voru einhverjar stúlkur sem misskildu mig, en auðvitað var ég að lýsa yfir almennum vonbrigðum á útbreiðslu munntóbaks. Það er ekki svo að skilja að strákar megi frekar taka í vörina,“ segir Hjalti Jón og bætir við að hann hafi sent nemendum annan tölvupóst þar sem hann áréttaði þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“

Eltihrellir Lilju endaði á að drepa ættingja sinn: „Að fá það í fangið var mikið sjokk“
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi