fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Samkeppnisleg áhrif kaupa Samkaupa á Basko til skoðunar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. júlí 2018 11:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur nú til rannsóknar samkeppnisleg áhrif samruna vegna kaupa Samkaupa hf. á eignum 14 verslana af Basko verslunum ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Þar sem um er að ræða samruna á mörkuðum sem varða almenning miklu hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að óska opinberlega eftir sjónarmiðum almennings og fyrirtækja um áhrif samrunans á samkeppni. Til að gefa almenningi og öðrum hagaðilum kost á að kynna sér málið hefur Samkeppniseftirlitið birt samrunatilkynningu málsins á heimasíðu sinni. Rannsókn málsins hófst eftir að fullnægjandi samrunatilkynning barst Samkeppniseftirlitinu þann 25. júní sl. “

Samrunatilkynning

Árni Pétur Jónsson lætur af störfum sem forstjóri Basko en tekur sæti í stjórn félagsins og verður áfram hluthafi. Hann verður einnig stjórnarformaður í dótturfélagi Basko, Eldum rétt ehf.

Sigurður Karlsson hefur verið ráðinn framkvæmdarstjóri Basko, en hann hefur starfað þar síðan árið 2000.

 

Basko rekur fjölmargar verslanir, þar á meðal 10-11 búðirnar og Iceland:

„Basko ehf. er móðurfélag Rekstrarfélags Tíu ellefu ehf., Ísland Verslunar hf. (Iceland) og Imtex ehf. Þá er Drangasker ehf., rekstraraðili Dunkin Donuts, dótturfélag 10-11.

10-11 á einnig og rekur tvær verslanir undir merkjum Háskólabúðarinnar, eina verslun undir nafninu Kvosin, eina Inspired by Iceland verslun og veitingastaðinn Bad Boys Burgers & Grill.

Heildarfjöldi starfsmanna Basko og dótturfélaga þess eru um 500 talsins í rúmlega 330 stöðugildum.“

segir á heimasíðu Basko.

 

Rannsóknarefni

Í málinu ber Samkeppniseftirlitinu að rannsaka hvort viðkomandi samruni hindri virka samkeppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða slík staða styrkist, eða að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c samkeppnislaga.

Við rannsóknina hefur Samkeppniseftirlitið m.a. til skoðunar hver staðbundin áhrif samrunans kunna að vera á svæðum þar sem keppinautum mun fækka í kjölfar samrunans. Hefur Samkeppniseftirlitið sérstaklega til skoðunar hvort þeir keppinautar sem eftir standa á tilteknum svæðum muni veita samrunaaðilum nægilegt samkeppnislegt aðhald í kjölfar samrunans. Í þessu samhengi horfir Samkeppniseftirlitið m.a. til dagvörumarkaðar á Akureyri og í Reykjanesbæ. Einnig horfir Samkeppniseftirlitið til mögulegra áhrifa á tilteknum svæðum á höfuðborgarsvæðinu.

 Sjónarmiða óskað

Með tilkynningu þessari er öllum sem áhuga hafa gefið tækifæri til þess að koma sjónarmiðum á framfæri vegna samrunans.  Er þess óskað að sjónarmið berist Samkeppniseftirlitinu eigi síðar en 27. júlí nk. Hægt er að senda þau á netfangið samkeppni@samkeppni.is eða með bréfpósti: Samkeppniseftirlitið, Borgartún 26, 125 Reykjavík – Pósthólf 5120.

 Málsmeðferðin – tímafrestir

Samkeppniseftirlitið hefur 25 virka daga til að taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samruna. Reynist svo vera, hefur eftirlitið 70 virka daga til viðbótar til að taka ákvörðun í málinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun

Orðið á götunni: Guðmundur Ingi leiðir Vinstri græn lokaskrefin samkvæmt nýrri Gallup-könnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?