fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433

Liverpool orðað við þrjá leikmenn – Ronaldo fær ótrúlega laun

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leigubílasögurnar eru daglegur liður hér á 433.is. Í þessum lið er farið yfir helsta slúðrið og sögusagnirnar úr fótboltanum, aðallega úr bresku pressunni.

Félagaskiptaglugginn á Englandi er nú opinn á ný en er þó enn lokaður í öðrum stærstu deildum Evrópu.

Hér má sjá pakka dagsins.

Cristiano Ronaldo, nýr leikmaður Juventus, mun þéna 73 þúsund pund á dag hjá félaginu eftir að hafa skrifað undir í gær. (Mirror)

Eden Hazard er talinn líklegastur til að taka við af Ronaldo hjá Real Madrid en hann er á mála hjá Chelsea. (Football London)

Liverpool er tilbúið að borga 80 milljónir punda fyrir Paulo Dybala, leikmann Juventus. (Metro)

Liverpool hefur einnig hafið viðræður við vængmanninn Xherdan Shaqiri sem spilar með Stoke. (Telegraph)

Bæði Roma og Tottenham vilja fá Malcom, 21 árs gamlan leikmann Bordeaux í Frakklandi. (France Football)

Everton mun bjóða 21 milljón punda í Yerry Mina, varnarmann Barcelona, sem átti frábært HM með Kólumbíu. (Goal)

Liverpool íhugar að bjóða í Grzegorz Krychowiak, leikmann PSG, en hann var í láni hjá West Brom á síðustu leiktíð. (Sun)

Carlo Ancelotti, nýr stjóri Napoli, vill fá varnarmanninn David Luiz frá Chelsea. (Mirror)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“

Amorim ánægður með Ratcliffe – „Er alltaf að segja mér það“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum

Segir frá því af hverju Ronaldo mætti aldrei á djammið með liðsfélögum sínum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar