fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Búið að bjarga sex strákum út úr hellinum í Taílandi – Mikill viðbúnaður á vettvangi – 13 þyrlur til reiðu – Aðstæður betri en reiknað var með

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. júlí 2018 13:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að bjarga fjórum strákum hið minnsta út úr hellinum í Taílandi þar sem þeir hafa setið fastir síðan  þann 23. júní. Reuters segir að sex strákar séu nú komnir út en það hefur ekki enn verið staðfest af yfirvöldum. Mikill viðbúnaður er á vettvangi en þar eru að minnsta kosti 13 sjúkrabílar og jafn margar þyrlur til reiðu. Þá eru 13 læknateymi á vettvangi en hver strákur fær eitt læknateymi sem sér algjörlega um hann.

Fyrst var komið með tvo stráka út úr hellinum og gerðist það fyrr en von var á. Þeir voru strax skoaðir af læknum og síðan fluttir með sjúkrabifreiðum smá spöl að lendingarsvæði þyrla en þaðan var flogið með þá á sjúkrahús í Chiang Rai.

Strákunum er skipt í fjóra hópa við björgunina, fjórir í þeim fyrsta og þrír í hinum þremur. Þjálfari þeirra verður síðastur í röðinni. 18 atvinnukafarar vinna við björgunina.

The Guardian segir að vatnið í hellakerfinu sé minna en menn áttu von á og því hafi björgunarstörfin gengið betur en reiknað var með. Strákarnir hafi ekki þurft að kafa og synda eins mikið og talið var og hafi getað gengið þess í stað.

Hér er hægt að horfa á beina útsendingu þar sem fylgst er með atburðarrásinni.

Uppfært klukkan 15:15

Erlendir fjölmiðlar segja nú að fjórir drengir séu komnir út og hlé hafi verið gert á aðgerðunum að sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað