fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Aðstoðarkona Hillary fékk nóg: Sparkar eiginmanninum eftir enn einn skandalinn

Tilkynningin kemur í kjölfar afhjúpunar New York Post

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huma Abedin, aðstoðarkona Hillary Clinton, forsetaefnis Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust, hefur staðfest að hún ætli að skilja við eiginmann sinn, stjórnmálamanninn Anthony Weiner.

Tilkynningin kemur skömmu eftir að greint var frá því að Weiner hefði sent klúra ljósmynd af sér til ónafngreindrar konu. Á myndinni var hann í nærbuxunum einum fata og lá ungur sonur þeirra hjóna við hlið hans. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um ósiðlegt athæfi eða óeðlileg samskipti Weiners við konur.

Árið 2011 sagði hann af sér þingmennsku í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í kjölfar kynlífshneykslis. Hann er demókrati og var talinn líklegur til afreka innan flokksins áður en að þessu kom. Hann viðurkenndi að hafa haft óviðeigandi samskipti við sex konur en neitaði þó að hafa átt í kynferðislegu sambandi við þær.

Árið 2013 bauð hann sig fram til borgarstjóra New York-borgar og þá var aftur greint frá því að hann hefði átt í ósiðlegum samskiptum við konur í gegnum netið. Nú virðist steininn hafa tekið úr eftir að New York Post greindi frá kynferðislegum samskiptum og myndum sem hann sendi hann konu árið 2015.

Í yfirlýsingu sem Abedin hefur sent frá sér kemur fram að eftir vandlega íhugun, og mikla vinnu við að reyna að láta hjónabandið ganga upp, hafi hún ákveðið að skilja við Weiner. Weiner og Abedin trúlofuðu sig árið 2009 og gengu í hjónaband árið 2010.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“