fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Kristján Loftsson ber af sér sakir: „Hann er ekki besta upplýsingaveitan sem til er þessi Vilhjálmur Birgisson, hvað sannleikann varðar“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 25. júní 2018 09:09

Kristján og Vilhjálmur-Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku fullyrti Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, að Kristján Loftsson, forstjóri Hvals Hf. hefði skikkað starfsmenn sína til þess að hætta sem félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness og ganga þess í stað í Stéttarfélag Vesturlands. Þetta sagði Vilhjálmur að væri hefndaraðgerð hjá Kristjáni, þar sem Verkalýðsfélagið hefði unnið dómsmál gegn Hval hf. og með þessu væri Kristján að hefna sín á félaginu.

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. kannast ekkert við þessar yfirlýsingar Vilhjálms. Hann segir við Morgunblaðið í dag að þetta sé ekki satt:

„Við höfum aldrei skikkað einn eða neinn til þess að vera í þessu eða hinu stéttarfélaginu. Það sem hann er að segja þessi Vilhjálmur Birgisson, það er eins langt frá sannleikanum og hægt er að komast.“

Haft er eftir Kristjáni í Morgunblaðinu að hann segi málið snúast um að stéttarfélögin þurfi að komast að samkomulagi um færslu félagsgjalda, því Hvalur líti svo á að fyrirtækinu beri að greiða félagsgjöld allra starfsmanna sinna til Stéttarfélags Vesturlands, þar sem samningur þess efnis sé í gildi.

Samkvæmt heimasíðu Stéttarfélags Vesturlands er það þó ekki rétt. Þar segir formaður félagins í yfirlýsingu, Signý Jóhannesdóttir, að félagið hafi gert tilraun til þess árið 2009 að gera samstarfssamning við Hval hf. en það hafi ekki verið klárað, þar sem illa hafi gengið að koma forsvarsmönnum Hvals og hluta starfsmanna inn í „nútíma atvinnuhætti.“

Þar segir einnig að síðasti samningur Hvals og Verkalýðsfélagsins Harðar, sem gekk inn í Stéttarfélag Vesturlands árið 2006, hafi verið gerður árið 1983.

„Það eru menn hérna hjá mörgum fleiri stéttarfélögum en bara þarna á Akranesi og þeir snúa sér bara til Stéttarfélags Vesturlands og fá þessi félagsgjöld flutt á milli. En stéttarfélögin verða að gera með sér samkomulag,“

segir Kristján en 13. og 15. grein laga ASÍ kveða annars vegar á um að lög ASÍ séu æðri lögum einstakra aðildarsamtaka. Einnig, að þar sem samningssvið tveggja eða fleiri aðildarfélaga skarist sé þeim skylt að gera með sér samkomulag um samningssviðið.

Kristján segir að með því að greiða gjöldin beint til stéttarfélaga starfsmanna, væri fyrirtækið að „fara á svig við ýmsa dóma í félagsdómi og fleira.“

 „En verst þykir mér við þetta að heimasíða ASÍ er farin að lepja upp alla þessa slepju úr þessum Vilhjálmi Birgissyni án þess að tala við einn eða neinn. Ég hélt að það væri nú eitthvað meira að marka þá. Þeir geta sent okkur e-mail, þeir geta sent okkur skriflegt bréf áður en þeir setja þetta inn á heimasíðuna hjá sér, finnst mér. Því að hann er ekki besta upplýsingaveitan sem til er þessi Vilhjálmur Birgisson, hvað sannleikann varðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar