fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Um 800 manns hafa framið sjálfsvíg á rúmum 20 árum

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 23. júní 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls féllu 798 einstaklingar fyrir eigin hendi hér á landi á árunum 1996 til 2017 samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Karlmenn eru í miklum meirihluta, en af þeim 798 sem frömdu sjálfsvíg, voru 619 karlmenn og 179 konur. Aðeins eru tekin til greina staðfest sjálfsvíg og því eru tölurnar eflaust enn hærri að sögn Salbjargar Bjarnadóttur, geðhjúkrunarfræðings hjá Landlæknisembættinu. Að sögn Salbjargar hefur margt færst til betri vegar í málaflokknum á undanförnum árum og geðheilbrigðismál njóta sífellt meiri athygli hjá yfirvöldum. Landlæknisembættið hefur sent velferðarráðnuneytinu tillögu um að stofna sérstaka þróunarstofu sem myndi sinna eingöngu málefnum sem koma að sjálfsvígum og forvörnum gegn þeim. „Það má segja að þau úrræði sem séu í boði séu hingað og þangað í samfélaginu í dag og því er mikilvægt að fá allt undir einn hatt,“ segir Salbjörg.

Hjálparsími Rauða Krossins 1717 sinnir vandamálum af öllum stærðum og gerðum. Þangað hringja einstaklingar reglulega inn vegna sjálfsvígshugsana. „Við veitum sálrænan stuðning, við hlustum og við bendum þeim sem hringja inn til okkar á úrræði sem eru til staðar í samfélaginu. Það er því miður ekki um auðugan garð að gresja þar,“ segir Hanna Ólafsdóttir, verkefnafulltrúi hjá Hjálparsíma Rauða Krossins 1717. Að hennar mati vantar  sárlega sálfræðinga inn á heilsugæslurnar þar sem það sé ekki á allra færi að borga fyrir tíma hjá sálfræðingi eða geðlækni á einkastofu. „Við vísum alvarlegustu tilfellum á bráðamóttökuna og hvetjum fólk til þess að leita sér lækninga þar. Það er því miður mjög mikil aðsókn á bráðamóttökuna og á sama tíma er krafa um niðurskurð á þeim vettvangi,“ segir Hanna. Þá segir hún sumarlokanir hinna ýmsu geðheilbrigðisdeilda bagalegar. „Við finnum fyrir mikilli þörf í samfélaginu fyrir góðu aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu,“ segir Hanna. Árið 2017 fékk Hjálparsíminn 1717 rúm 720 símtöl sem tengdust sjálfsvígshugsunum en samtals svöruðu sjálboðaliðar Hjálparsímans yfir 15.000 símtölum allt árið 2017.

Áðurnefndar sumarlokanir eru talsvert umfangsmiklar hjá geðheilbrigðisstofnunum þetta sumarið. Má þar nefna að móttökudeild fíknimeðferðar verður lokuð í tvo mánuði, endurhæfingardeildin í rúman mánuð, dagdeild Hvítabandsins einnig í rúman mánuð og svo verður dagdeild átröskunarteymis lokuð í rúma tvo mánuði í sumar. Allar þessar lokanir eru vegna manneklu á þessum sviðum sem hefur verið mikið vandamál undanfarin ár á geðheilbrigðisstofnunum landsins. Talið er að allt að 500 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa hjá Landspítalinum á öllum deildum. Það er því augljóst að þeir sem eiga við geðheilbrigðisvandamál að striða þurfa að búa við mjög skerta þjónustu í sumar.

Við bendum á símaþjónustu Læknavaktarinnar 1770 og hjálparsíma Rauða krossins 1717, bæði númer eru ókeypis og opin allan sólarhringinn. Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“