fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Lóa Pind: Skildi eftir 23 ára samband – kynntist nýja kærastanum á Tinder

Kaflaskipti í lífi sjónvarpskonunnar

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér fannst það alls ekki auðvelt, fannst það ekki við hæfi að ég væri þarna inni, 47 ára gömul sjónvarpskona,“ segir Lóa Pind Aldísardóttir, fréttakona á Stöð 2, í viðtali í nýjasta tölublaði MAN. Vísar hún þarna í þá ákvörðun að skrá sig á Tinder, ákvörðun sem hún sér væntanlega ekki eftir í dag.

Lóa Pind, sem hefur starfað hjá 365 miðlum í tólf ár, prýðir forsíðu október tölublaðs MAN sem kemur í verslanir á morgun. Um er að ræða fimmtugasta tölublað tímaritsins.

Í viðtalinu fer Lóa Pind um víðan völl en hún er nú með tvær þáttaraðir í farvatninu, aðra um Snapchat. Lóa talar um nýjan kafla í lífi sínu en hún skildi nýverið við sambýlismann sinn til 23 ára, Sigfús Bjartmarsson.

Hún segir það hafa verið erfiðustu ákvörðun sem hún hafi á ævinni tekið en hún sé þó sátt við hana. Hún flutti þá úr 230 fermetra húsi í 90 fermetra íbúð í miðbænum.

„Mér finnst mikið frelsi í að geta hagað lífinu algjörlega á mínum forsendum – án þess að fyrrverandi sambýlismaðurinn minn hafi verið að hefta mig á nokkurn hátt, því við studdum hvort annað,“ segir hún meðal annars.

Lóa var þó ekki lengi einhleyp því fyrir nokkrum mánuðum hitti hún nýju ástina í lífi sínu eftir að hún skráði sig á Tinder. „Mér fannst það alls ekki auðvelt, fannst það ekki við hæfi að ég væri þarna inni, 47 ára gömul sjónvarpskona.“

Þar kynntist hún svo Jónasi Valdimarssyni verkfræðingi sem búsettur er í Danmörku. „Ég er gríðarlega skotin í þessum sæta ofvirka gaur þótt það flæki aðeins tilhugalífið að vera búsett hvort í sínu landinu. En endurfundirnir verða þá heitari fyrir vikið,“ segir Lóa meðal annars í opinskáu viðtalinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Í gær

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga

Hugtakið „Stokkhólmsheilkenni“ byggir á röngu mati geðlæknis á aðstæðum í bankaráninu fræga
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“

„Kærastinn er að reyna að breyta mér í eiginkonu sína heitna“