fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Móðir þolanda Róbert Downey hvetur til sniðgöngu á HM vörum

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 20. júní 2018 13:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálína Hildur Sigurðardóttir, móðir Nínu Rúnar Bergsdóttur, ein þeirra stúlkna sem Róbert Downey misnotaði, vekur athygli á Facebook-síðu sinni að Halldór Einarsson í Henson hafi verið einn þeirra sem studdi dæmda barnaníðinginn. Halldór var einn þeirra þriggja sem mæltu með að Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, fengi uppreist æru.

Pálína segist benda á þetta nú því vörur frá Henson séu vinsælar vegna HM í fótbolta. „Þegar Róbert Downey fékk uppreist æru voru þrír menn sem skrifuðu upp á meðmæli honum til handa. Þar á meðal var Halldór Einarsson í Henson. Þess vegna kaupi ég ekki Henson vörur og kem aldrei til með að gera!! Langaði bara að vekja athygli á þessu þar sem Henson vörur eru mjög vinsælar núna í kringum HM. Takk fyrir stuðninginn,“ skrifar Pálína.

Ljóst er að þolendur Róberts eru sammála þessum skilaboðum Pálínu. Glódís Tara Fannarsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Nína Rún Bergsdóttir læka allar færsluna, en þær höfðu einna hæst þegar mál Róbert var í deiglunni í fyrra.

Halldór í Henson baðst afstökunnar á því að hafa skrifað bréfið þegar það kom í ljós að hann hafi vottaði um að Róbert ætti skilið að fá uppreista æru. „Samúð mín er líka hjá fjölskyldu þessara perra sem að gera þetta. Því að þeir eiga líka fjölskyldur. Þetta eru bara mín orð, ég ætla ekki að hafa þetta lengra því að það er ekkert hægt að segja, því þetta er svo sorglegt mál að það er ekkert hægt að velta vöngum yfir því. Þetta eru mistök að fara að skrifa upp á þetta bréf því ég hefði aldrei á ævinni getað ímyndað mér að eitt svona bréf myndi segja til um það, af eða til hvort að hann fengi svokallað uppreista æru. Uppreist æra er bara pappír, uppreist æra er hvað fólkið í landinu segir,“ sagði Halldór í viðtali við DV í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum