fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Eyjan

Hörð keppni um athyglina á fyrsta degi borgarstjórnar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 19. júní 2018 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er skemmtileg ljósmynd sem Bára Huld Beck, blaðamaður Kjarnans, tók á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar í dag. Á fundinum urðu gríðarleg upphlaup, að manni heyrist vegna þess að spurðist hver einn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í tiltekinni nefnd átti að vera. Var jafnvel gengið svo langt að krefjast rannsóknar á þessu.

Fyrst og fremst lýsir þetta stemmingunni í nýju borgarstjórninni. Þetta heitir á vondu máli að snapa fæting. En þarna er komið fólk sem ætlar örugglega ekki að sitja þægt óg prútt á fundum, heldur að gera eins mikið úr veru sinni í borgarstjórninni og hugsast getur.

Yfirleitt er það svo að mánuðum saman heyrast litlar sem engar fréttir af fundum í borgarstjórn. Fjölmiðlar hafa engan sérstakan áhuga – það er ekki eins og sé alltaf verið að ræða stórpólitísk mál. Í raun má segja að hafi verið friðsamlegt í borgarstjórn allar götur síðan Hanna Birna Kristjánsdóttir tók við sem borgarstjóri árið 2008 – eftir nokkurt skeið þar sem hafði verið skipt ótt og títt um borgarstjóra. Hanna Birna náði góðum tökum á borgarstjóraembættinu, svo kom Jón Gnarr og síðan Dagur. Meirihluta- og minnihlutaflokkar störfuðu ágætlega saman.

En nú þarf Eyþór Arnalds að sanna að hann eigi sérstakt erindi í borgarstjórnina, þótt hann hafi lent í minnihluta – sem er alls engin sæluvist fyrir metnaðargjarnan mann. Þarna er líka komin Vigdís Hauksdóttir, hún er engin sérstök friðarins manneskja – það eru alltaf læti í kringum hana. Og svo er það Sanna María Mörtudóttir, fulltrúi Sósíalista – þeir dæla nú inn alls kyns tillögum í borgarstjórn, meðal annars um valdeflingu strætófarþega og afnám þóknana fyrir fundarsetur.

Svona mál geta tekið bæði tíma og athygli frá málum sem snerta eiginlega stjórn og rekstur borgarinnar. Þau eru í eðli sínu nokkuð pópúlísk – og fjölmiðlar eru spenntir fyrir því að fjalla um svonalagað. Það má búast við harðri keppni um athyglina milli flokkanna sem eru í minnihlutanum í borgarstjórninni.

Á neðri myndinni sést svo sósíalistinn Sanna ásamt tveimur glerhörðum hægri konum, Mörtu Guðjónsdóttur og Vigdísi Hauksdóttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar

Jóhann Páll Jóhannsson á Alþingi: Hákarlar margfalda höfuðstól smálána – veiðileyfi í boði ríkisstjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr