fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Guðlaugur leiddi umræður um viðskiptamál á fundi með Visegradríkjum: „Það vinnur enginn viðskiptastríð. Í slíku stríði tapa allir“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 19. júní 2018 14:45

Utanríkisráðherrar Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna og Visegrad-ríkja á fundinum í Stokkhólmi í morgun. 

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staða mála gagnvart Rússlandi, öryggis- og varnarmál, samskiptin við Bandaríkin og þróun mála í Evrópu voru á meðal dagskrárefna á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og Visegradríkjanna svonefndu (Póllands, Ungverjalands, Slóvakíu og Tékklands) í Stokkhólmi sem lauk nú fyrir stundu.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, sótti fundinn og leiddi umræðu um samskiptin við Bandaríkin og viðskiptamál. Sagði Guðlaugur Þór samskiptin vestur um haf mikilvægari en oft áður á tímum óvissu og áskorana í alþjóðamálum. Minnti ráðherra einnig á mikilvægi frjálsra viðskipta og gildi fyrirsjáanlegra leikreglna í alþjóðaviðskiptum.

„Ég hef ávallt verið talsmaður fríverslunar og frjálsra viðskipta. Það vinnur enginn viðskiptastríð. Í slíku stríði tapa allir,“ segir Guðlaugur Þór sem jafnframt undirstrikaði mikilvægi Atlantshafstengslanna sem ættu sér langa sögu og byggðu á gildum sem ávallt þyrfti að halda á lofti.

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins í næsta mánuði var einnig til umræðu, sem og orkuöryggismál, netöryggi og blandaðar ógnir. Þá skapaðist umræða um innflytjendamál í Evrópu og útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og lagði Guðlaugur Þór áherslu á að forðast viðskiptahindranir í Evrópu við viðskilnað.

„Þessi vettvangur tólf Evrópuríkja er mjög áhugaverður, meðal annars fyrir þær sakir að þarna koma fram ólík sjónarmið í einstaka málaflokkum. Það er gagnlegt að eiga slík samtöl sem endurspegla þá gerjun og þróun sem á sér stað í Evrópu,“

sagði utanríkisráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér

Snorri Jakobsson: Seðlabankinn eins og hundur sem eltir skottið á sér
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar