fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þungur Pungur hraunar yfir Áttuna: „Hreinasti peningaþvottur“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 18. júní 2018 13:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Sigurður Sigurðsson, betur þekktur sem Mc Þungur Pungur „Þessipunguráaðveraþungur“, birti tónlistarmyndband á YouTube sem hann vann að ásamt félögum sínum en saman skipa þeir hópinn Ctrl Alt Délítan.

Lagið ber heitið JÁJÁ og er um að ræða svokallað „diss-track“ í garð fréttamiðilsins Áttunnar og kvikmyndarinnar Fullir vasar, sem framleidd var af nokkrum meðlimum Áttunnar.

Páll samdi textann og laglínurnar og sá um leikstjórn og söng ásamt Viktori Inga Guðmundssyni. Þeir segja söguna af því þegar Páll sótti um starf í kaldhæðni hjá Áttunni en ekki fór sem skildi.

Myndbandið má sjá að neðan og má meðal annars finna eftirfarandi textabrot í laginu.

Þið kallið ykkur Áttuna og hafið voða hátt um það
en gætið ykkur nú því að délítan kemur í hlað.

Eins og hver annar maður sér þá hafið þið ekki efni á mér
Þið fenguð Ladda en tus casa, borgar sig að hafa Fulla vasa.

Og talandi um þá mynd svo ég þurfi ekki að minnast á hana aftur
þá lúkkar hún, honestly, eins og hreinasti peningaþvottur.

Lagið er einnig fáanlegt á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa