fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Of oft eru börn skilin eftir í heitum bílum – Rúmlega 700 börn hafa látist á tveimur áratugum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá bandarísku samtökunum National Safety Council létust 742 börn frá 1998 til 2017 í Bandaríkjunum eftir að þau voru skilin eftir í heitum bílum. Þetta eru að meðaltali 37 börn á ári. Þegar kafað var ofan í málin kom í ljós að í 55 prósentum tilvika höfðu foreldrar eða aðrir fullorðnir gleymt börnunum í bílnum. Í 27 prósentum málanna höfðu börnin sjálf farið inn í bílana. Í 18 prósentum tilvika höfðu foreldrar eða aðrir viljandi skilið börnin eftir í bílunum.

CNN skýrir frá þessu. Rannsóknir hafa sýnt að ef útihitinn er 30 gráður líða ekki nema tíu mínútur þar til hitinn inni í bílnum hefur hækkað um 7 gráður. Þetta getur reynst börnum banvænt því líkamar þeirra ofhitna mun hraðar en líkamar fullorðinna.

Það sem af er ári hafa að minnsta kosti 9 börn látist af þessum völdum í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað