fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Sirkuslistamennirnir slógu í gegn í Uummannaq

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 9. október 2017 15:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar Uummannaq á Grænlandi flykktust á opnunarhátíð Hróksins á sunnudag. Sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason léku listir sínar og svo fengu allir sem vildu að spreyta sig. Næstu dagana verður sirkusskóli fyrir börnin í Uummannaq og þá verður Inga María Brynjarsdóttir með listsmiðju og Hrafn Jökulsson kennir skák.

Sagt hefur verið að Uummannaq-eyja sé einhver fegursti stað á Grænlandi og undir það geta leiðangursmenn sannarlega tekið. Móttökur bæjarbúa hafa líka verið frábærar, og allir boðnir og búnir að aðstoða. Leiðangursmenn hafa þannig notið ómetanlegrar hjálpar frá sveitarstjórn og Barnaheimilinu í bænum, en þar eru börn alls staðar að frá Grænlandi, sem hafa misst foreldra eða búið við erfiðar heimilisaðstæður.

Íbúar eru um 1300, auk þeirra 170 sem urðu að yfirgefa þorp sín þegar flóðbylgjan ægilega skall á Nuugaatsiaq og hrifsaði með sér fjögur mannslíf og 11 hús. Börnin frá þessum þorpum ganga í skólann hér í Uummannaq og unnið er hörðum höndum að því að finna öllum fjölskyldunum framtíðarheimili. Allir íbúar á þessum slóðum, eins og Grænlandi öllu, urðu fyrir miklu áfalli í sumar og því gladdi það hjörtu leiðangursmanna þegar túlkurinn tilkynnti eftir daginn: ,,Þetta var það besta sem gat gerst í Uummannaq.“

Samhliða hátíðarhöldum eru leiðangursmenn að kynna sér aðstæður í bænum, og hafa rætt bæði við fulltrúa sveitarfélagsins og annarra sem halda úti starfi fyrir börn, um ráðstöfun á þeim fjármunum sem söfnuðust í landssöfnuninni Vinátta í verki í sumar. Mikil áhersla verður lögð á að þau nýtist börnum og ungmennum.

Leiðangur Hróksins til Uummannaq er ekki fjármagnaður með söfnunarfé Vináttu í verki, heldur með aðstoð og framlögum frá fyrirtækjum og einstaklingum á Íslandi og Grænlandi.

Þeim sem vilja og geta styðja þennan mikilvægasta leiðangur Hróksins síðan starf félagsins á Grænlandi hófst árið 2003 er bent á söfnunarreikning Hróksins: 513-26-1188 og kennitala 620102-2880.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf

Gaf fyrrverandi gömlu brjóstapúðana sem DIY-afmælisgjöf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar

Tilnefningar til EMMY-verðlauna í ár – Severance fær flestar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“

Steikti egg á húddinu í ótrúlegum hita á Suðurlandi – „Bragðaðist svona líka dásamlega hérna í blíðunni í Hveragerði“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu um hvernig á að brjóta ísinn við ókunnuga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum

Setti ótrúlegt heimsmet í upphífingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum

Salt Path-skandallinn skekur Bretland – Dramatísk sjálfsævisaga reyndist uppfull af lygum