fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Viðhafnartónleikar í október: Sálin kveður

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns fagnar í ár 30 ára afmæli, en hljómsveitin var stofnuð þann 10. mars 1988 þegar Sálin hans Jóns míns kom fram í fyrsta skipti, í Bíókjallaranum, undir Tunglinu við Lækjargötu, hvar áður hét Nýja bíó. Haldið var upp á sjálfan afmælisdaginn 10. mars síðastliðinn með veglegum tónleikum í Valshöllinni að Hlíðarenda.

En nú hyggst hljómsveitin kveðja og af því tilefni verður blásið til viðhafnartónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 20. október. Verða þetta jafnframt kveðjutónleikar sveitarinnar, því að þeim loknum setja Sálverjar punkt fyrir aftan viðburðaríkan feril. Á þessum tónleikum verður boðið upp á það besta úr öllum Sálaráttum, til að mynda sérvalin númer af „rafmagnslausu“ tónleikunum „12. ágúst ’99“ og úrval laga í gospel-útsetningum, svo nokkuð sé nefnt.

Til fulltingis Sálverjum verða blásarar, gospelkór og fjölskipuð strengjasveit undir dyggri stjórn Atla Örvarssonar, sem lék með Sálinni um skeið, áður en hann braust til metorða í vesturheimi og skipaði sér á bekk með fremstu sjónvarps- og kvikmyndatónskáldum nútímans.

Þá má gera ráð fyrir því að óvæntir gestir setji mark sitt á kvöldið.

Ekkert verður til sparað hljóð- sem myndrænt til að gera þessa sögulegu kvöldstund eftirminnilega fyrir dygga Sálar-áhangendur.

Miðasala hefst þann 20. júní og fer fram á vefsvæðunum harpa.is og tix.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður

Segir forsetaframboðið ekki vera viðbrögð við því að leggja eigi starfið hennar niður
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband

Brast í grát er hann kvaddi í dag – Myndband
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool

Þetta verður stærsta verkefni Slot hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“

Hæstánægður þrátt fyrir áhuga Manchester City – ,,Væri að ljúga ef ég myndi segja eitthvað annað“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir

Gullúr ríkasta farþegans um borð í Titanic seldist fyrir 210 milljónir
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi