Henrik Larsson segir að sænska landsliðið hafi gott af því að spila á HM án Zlatan Ibrahimovic í sumar.
Larsson segir að Zlatan sé ekki sami leikmaður og hann var áður og telur að liðið sé ekki veikara án hans.
,,Hann er besti leikmaður sem Svíþjóð hefur átt svo það er ekki skrítið að það sé talað um að kalla hann aftur,“ sagði Larsson.
,,Ég held hins vegar að það sé gott fyrir hópinn að geta einbeitt sér að liðinu. Þið eruð að tala um mann sem er ekki í hópnum.“
,,Zlatan í sínu besta standi áður en hann meiddist, þá hefði hver sem er valið hann en hann er ekki á þeim stað.“
,,Liðið mun spila öðruvísi en áður. Áður þá vissi andstæðingurinn að boltinn myndi fara langt á Zlatan. Núna hafa þeir ekki hugmynd.“