fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433

Plús og mínus – Augljóslega með meiri gæði

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júní 2018 17:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik er komið á topp Pepsi-deildar karla en liðið mætti Grindavík í áttundu umferð í Grindavík.

Blikar spörkuðu Val úr toppsætinu með 2-0 sigri þar sem þeir Sveinn Aron Guðjohnsen og Gísli Eyjólfsson skoruðu mörkin.

Hér má sjá það góða og slæma úr leiknum.

Plús:

Ekki beint tengt leiknum en ég ætla að henda plúsi á Pepsi-deildina sjálfa bara. Þvílík veisla sem þetta er í sumar. Ekkert á milli.

Blikar voru mjög sannfærandi í sinni frammistöðu í kvöld og áttu sigurinn fyllilega skilið. Topp sætið tryggt í bili.

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði glæsilegt mark fyrir gestina í dag og heldur áfram að sanna það að hann er hörkugóður knattspyrnumaður.

Blikar eru einfaldlega með meiri gæði í sínum röðum og það var alveg ljóst í leik kvöldsins. Í raun aldrei í hættu.

Mínus:

Ég held að Óli Stefán verði ekki sáttur með sína menn í dag. Voru á eftir í flestu sem er ólíkt því sem við höfum séð í sumar.

Veðrið var ömurlegt í Grindavík og hafði mikil áhrif á leikinn. Mikill vindur og mikil rigning.

Leikmenn Grindavíkur ættu að þekkja liðsfélaga sína ágætlega en stundum er eins og þeir viti ekkert um hvorn annan. Virkuðu rosalega týndir og „lost“ á köflum í dag.

Arnþór Ari Atlason lét reka sig útaf í stöðunni 2-0 fyrir Blikum. Reif eitthvað kjaft við Sigurð dómara og fékk annað gult. Heimskulegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot