fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sagði 9 ára dreng að mamma hans væri slösuð

Maður reyndi að tæla barn upp í bíl við Snælandsskóla í Kópavogi

Kristín Clausen
Mánudaginn 29. ágúst 2016 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í morgun varð einn nemenda okkar fyrir því að ókunnugur maður bauð honum upp í bíl.“ Á þessum orðum hefst orðsending til foreldra Snælandsskóla en um klukkan 8 í morgun varð 9 ára nemandi skólans fyrir því að maður á svörtum jepplingi stoppaði hann nálægt undirgöngunum á Nýbýlavegi.

Maðurinn stöðvaði drenginn, sem var á leiðinni í skólann, með þeim orðum að móðir hans hefði slasast í umferðarslysi. Drengurinn brást hárrétt við aðstæðum, hljóp í burtu og sagði frá. Málið var umsvifalaust tilkynnt til lögreglu.

Mikilvægt að ræða við börnin

Í orðsendingunni frá Magneu Einarsdóttur, skólastjóra Snælandsskóla biðlar hún til foreldra að ræða við börnin sín og minna þau á að fara aldrei upp í bíl með ókunnugum.

Í samtali við DV segir Magnea að drengnum sé nokkuð brugðið. Móður hans var tilkynnt um málið og kennarar voru beðnir um að ræða atvikið í sínum umsjónarbekkjum í morgun.

Sá ekki framan í manninn

Drengurinn gat þó ekki gefið lýsingu á manninum en hann segist hafa séð illa framan í hann.

Stöðvarstjóri lögreglustöðvarinnar við Dalveg. Þóra Jónasdóttir, staðfestir að málið sé í rannsókn og vill koma þeim skilaboðum áleiðis til foreldra sína að brýna fyrir börnunum sínum að láta ekki plata sig upp í bíla hjá ókunnugu fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“