fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Netkaup ársins: „Ég sprakk gjörsamlega úr hlátri“

Svana Lovísa ætlaði að kaupa Lego geymsluhaus í barnaherbergið – Eintakið reyndist smærra en áætlanir gerðu ráð fyrir

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 29. ágúst 2016 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég mun ekki láta þetta áfall stoppa mig heldur halda leitinni áfram. Það voru ákveðin vonbrigði fyrst þegar ég opnaði kassann en síðan sprakk ég gjörsamlega úr hlátri,“ segir Svana Lovísa Kristjánsdóttir, hönnuður, sem er konan á bak við hið vinsæla hönnunar- og heimilisblogg Svartáhvítu á Trendnet.

Í morgun fór Svana Lovísa spennt á pósthúsið þar sem hennar beið pakki sem hafði tekið nokkrar vikur að berast. Um var að ræða Lego geymsluhaus sem Svana hafði keypt til að setja í barnaherbergi heimilisins. Eða það hélt Svana Lovísa að minnsta kosti. Hausarnir voru framleiddir við miklar vinsældir af Room Copenhagen en síðan stöðvaði Lego-fyrirtækið framleiðslu þeirra og núna er hausinn uppseldur um heim allan og fæst aðeins á sölusíðum á netinu. Svana Lovísa fór inn á eina slíka og keypti vinsælustu gerðina, Skull-hausinn. Fyrir þessa uppseldu hönnunarvöru greiddi hún 5.700 krónur.

„Þegar ég sótti pakkann hélt ég að ég væri hreinlega að ruglast miðað við stærðina á kassanum (stærðin var ca. tvær videospólur). Þetta hlyti að vera eitthvað annað sem ég væri búin að panta en síðan gleymt sem væri svosem alveg típískt ég,“ segir Svana Lovísa á bloggi sínu.

Hér má sjá hausinn sem Svana Lovísa ætlaði að kaupa. Hann er talsvert stærri en sá sem síðan barst.
Lego Skull geymsluhaus Hér má sjá hausinn sem Svana Lovísa ætlaði að kaupa. Hann er talsvert stærri en sá sem síðan barst.

Í ljós kom að hausinn sem Svana Lovísa hafði keypt var ekki stærri en nöglin á litla putta hennar, sem sagt í hefðbundinni Lego-stærð. „Ég er meira að segja búin að týna honum tvisvar í morgun og veit í augnablikinu ekki hvar hann er staddur á heimilinu,“ segir Svana Lovísa, sem hefur greinilega mikinn húmor fyrir sjálfri sér.

Færslu Svönu á á trendnet.is má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum