Aðeins örfáir dagar eru í það að Heimsmeistaramótið í Rússlandi fari fram og að Ísland leiki sinn fyrsta leik gegn Argentínu.
Margir miðlar erlendis hita skemmtilega upp fyrir HM enda um gríðarlega stóra keppni að ræða sem haldin er á fjögurra ára fresti.
Við rákumst á skemmtilega grein í kvöld þar sem skoðað er hávöxnustu leikmenn HM í sínum stöðum.
Einn Íslendingur kemst í liðið en það er Hörður Björgvin Magnússon sem spilar vinstri bakvörð.
Hörður er sá stærsti í sinni stöðu á HM en hann er 191 sentímeter á hæð.
Liðið má sjá hér.
Markvörður:
Lovre Kalinic (Króatía) – 201 cm
Varnarmenn:
Nikola Milenkovic (Serbía) – 195 cm
Federico Fazio (Argentína) – 199 cm
Jannik Vestergaard (Danmörk) – 200 cm
Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) – 191 cm
Miðjumenn:
Steven N’Zonzi (Frakkland) – 197 cm
Nemanja Matic (Serbía) – 194 cm
Marouane Fellaini (Belgía) – 194 cm
Sergej Milinkovic-Savic (Serbía) – 192 cm
Framherjar:
Shin-wook Kim (Suður-Kórea) – 197 cm
Simeon Nwankwo (Nígería) – 197 cm