fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Segir Sjálfstæðisflokkinn leiðandi í endurreisn heilbrigðiskerfisins

„Blásið til sóknar, þótt pólitískir andstæðingar, óvildarmenn og steinbarðir þverhöfðar, haldi öðru fram“

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2016 11:12

„Blásið til sóknar, þótt pólitískir andstæðingar, óvildarmenn og steinbarðir þverhöfðar, haldi öðru fram“

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óli Björn Kárason, fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnar því alfarið að ríkisstjórnin og sérstaklega Sjálfstæðisflokkurinn standi í vegi fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins, þvert á móti, og gagnrýnir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur harðlega fyrir niðurskurð í heilbrigðiskerfinu á árunum eftir hrun.

Í grein í Morgunblaðinu í dag segir Óli Björn að umræða um heilbrigðismálin sé uppfull af staðlausum stöfum sem séu endurteknir svo oft að þeir verði viðurkennd sannindi.

„Auðvitað er það skiljanlegt að stjórnarandstæðingar eigi erfitt með að horfast í augu við þróun síðustu ára. Það er ekki síst erfitt fyrir þá, sem þurftu að beita niðurskurðarhnífnum á fyrstu árunum eftir hrun, að sætta sig við að hafa fyrst og síðast beitt hnífnum á heilbrigðiskerfið og sett fjármuni í gælur og önnur verkefni sem minnstu skipta. Endurreisn heilbrigðiskerfisins sem hófst árið 2013, er örugglega ónotaleg áminning um vitlausa forgangsröðun vinstristjórnar,“ segir Óli Björn og bendir á að útgjöld núverandi ríkisstjórnar til heilbrigðismála séu 38,5 milljörðum hærri en útgjöld síðustu fjárlaga ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Þetta sé endurspeglað í ríkisfjármálaáætluninni 2017 til 2021 sem Alþingi samþykkti nýverið: „Þar er blásið til sóknar, þótt pólitískir andstæðingar, óvildarmenn og steinbarðir þverhöfðar, haldi öðru fram.“ En líkt og greint var frá á sínum tíma vildi Eygló Harðardóttir ráðherra tryggingamála ekki samþykkja málið á þingi.

Óli Björn segir fjármögnun á uppbyggingu Landspítalans trygga, sama gildi um tækjakaup í höfuðborginni og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann segir þó að það sé ekki hægt að leysa allan vanda með auknu fjármagni, beina þurfi fjármagninu þangað sem þess er þörf: „Þar er blásið til sóknar, þótt pólitískir andstæðingar, óvildarmenn og steinbarðir þverhöfðar, haldi öðru fram.“

Að lokur segir hann að Sjálfstæðisflokkurinn fari sterkur inn í kosningabaráttuna, þá sérstaklega þegar kemur að heilbrigðismálum: „Endurreisninni er langt í frá lokið en stigin hafa verið stór skerf á kjörtímabilinu og enn stærri eru boðuð í ríkisfjármálaáætluninni. Og enginn getur deilt um að Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra tókst að ná fram einu mesta réttlætismáli í íslenskri heilbrigðisþjónustu – greiðsluþátttökukerfi.

Þar með rættist gamall draumur Péturs heitins Blöndal, sem barðist fyrir réttlátu og sanngjörnu tryggingakerfi okkar allra, þar sem komið er í veg fyrir mikla fjárhagslega erfiðleika og jafnvel gjaldþrot einstaklinga og fjölskyldna sem þurfa að treysta á heilbrigðiskerfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Í gær

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“