fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Eigandi hótelsins við Hörpuna myndi ekki koma nema á einkaþotu: „Fyrsta klassa plebbi sem er að byggja hótelið“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 30. maí 2018 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal við Richard L. Friedman, aðaleiganda bandaríska fasteignaþróunarfélagsins Carpenter& Company, í Markaðnum hefur vakið athygli, ekki síst fyrir afstöðu hans sem myndi seint teljast alþýðleg. Fyrirtæki hans vinnur að því að byggja fimm stjörnu hótel við hlið Hörpunnar.

Í viðtalinu segist hann efast um að hann myndi koma til Íslands ef hann ætti ekki einkaþotu. „Svo ég segi eins og þetta horfir við mér: Ég á einkaþotu. Ef ég ætti hana ekki og yrði að sitja uppréttur alla leiðina í flugi hingað til lands væri ég hikandi við að koma til Íslands,“ er haft eftir honum í Markaðnum.

Friedman talar enn fremur heldur glæfralega um að reka starfsmann sinn. Í viðtalinu segir hann: „Ég bað starfsmann á skrifstofunni um að greina málið sem ráðlagði mér að sleppa því. Hann sagði: Þarna er engin samkeppni. Ég rak hann í kjölfarið. … Ég kann vel við að fjárfesta þar sem er lítið um samkeppni. Það er skynsamlegt.“

Haukur Már Helgason blaðamaður vekur athygli á báðum þessum tilvitnunum á Facebook-síðu sinni. Hann segir að hótelið sýni hræsni fráfarandi meirihluta, sem þó hafi talist vinstrisinnaður.

„Ef einhver gengi svo langt að kalla vinstrimeirihlutann, sem þykir þetta hótel umtalsvert brýnna en viðráðanlegar íbúðir fyrir almenning, að kalla stjórnmál þeirra pótemkintjöld, uppslátt, sem þjóni beinlínis því eina hlutverki að vera skálkaskjól fyrir grimmari kapítalisma en yfirlýsta hægrið kæmist upp með, hver væru þá mótrökin?,“ spyr Haukur.

Stefán Pálsson, sagnfræðingur sem sat í 23. sæti á lista VG, skrifar athugasemd: „Þetta er ævintýralegt viðtal og greinilega fyrsta klassa plebbi sem er að byggja hótelið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki