Það eru 18 dagar í fyrsta leik Íslands á HM þegar liðið mætir Argentínu á þessu stærsta sviði.
Ísland verður í treyjum frá Errea en þær voru frumsýndar fyrir nokkrum vikum.
Lesendur Sky Sports segja að treyja Ísland sé í 15 sæti yfir flottustu treyjur mótsins.
Það er fyrir miðju en 32 lið verða með á Heimsmeistaramótinu.
Treyja Nígería er í efsta sæti en liðið mætir einmitt Íslandi í öðrum leik mótsins.