fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
Fréttir

Dagur kaus í Ráðhúsinu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 26. maí 2018 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, kaus í Ráðhúsi Reykjavíkur klukkan 10:30 í morgun.

Hart var sótt að Degi í umræðuþætti Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi og snerust umræðurnar að miklu leyti um húsnæðismálin og samgöngumál. Borgarstjóranum var mjög heitt í hamsi og fullyrti meðal annars: „Við erum á miðju stærsta uppbyggingarskeiði í sögu borgarinnar.“ Þá gagnrýndi hann Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk fyrir að leggja niður verkamannabústaðakerfið. Aðrir gagnrýndu borgarstjórann og meirihlutann fyrir að bregðast seint og illa við þeim skorti sem blasti við og hann gæti ekki dregið aðra til ábyrgðar.

Samfylkingin hefur mælst stærsti flokkurinn í flestum undanförnum könnunum, þar á meðal könnun Fréttablaðsins sem birtist í gær. Þar var flokkurinn með 32,1 prósent fylgi, níu fulltrúa og núverandi meirihluti traustur í sessi.

Samkvæmt könnun Gallup sama dag myndi meirihlutinn aftur á móti falla og þar fékk Samfylkingin aðeins 26 prósent og sjö fulltrúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“

Dularfullt mál í Fellabæ – Búið að skera hring í rúðuna – „Þetta er stór undarlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina

Segir samkeppni skorta á lánamarkaði og hagnaður bankanna komi úr vösum viðskiptavina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru

Barn féll í sjóinn við Reynisfjöru