fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Pólitískt fjármálalæsi og ólæsi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 20:00

Jens G. Jensson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn uppaðstormandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefur komið með nýjar nálganir í atkvæðaleit. Nýjasta nálgunin er „viltu losna við að taka þátt í að bera byrðar samfélagsins“ ? Ef svarið er já, og þú ert 70 ára eða eldri, þá þarftu að vera í hæsta eftirlaunaflokki og eiga fasteign. Ef þú uppfyllir þessi skilyrði og kýst mig, mun ég létta af þér samfélagslegum byrðum og færa þær yfir á önnur bök að bera. Við grófa athugun, virðist þessi hópur vera stór, en þegar þrengra er skoðað og smáa letrið lesið, þrengist hann. Að öllum skilyrðum uppfyllt kannski 2-3 þúsund einstaklingar. En ef kjósendamengi Sjálfstæðisflokksins er borið saman við þetta úrtak er líklegt að meira en helmingur hefði kosið Sjálfstæðisflokkinn hvort eð er. Þó loforðið sé lokkandi og auðvelt að reikna út upp á krónu og aura, skal ekki gera ráð fyrir að allir taki tilboðinu. Kannski 1/3 af þeim sem eftir eru, svona 350 atkvæði. Þessi atkvæði munu þó kosta skattaundanlát á allt mengið og verða dýr atkvæði þegar upp er staðið. En hver getur ekki verið rausnarlegur með annarra fé.

Varaoddvitinn, kom einnig með rausnarlegt sanngirnistilboð. Henni finnst það hið mesta réttlætismál að lækka heitavatnskostnað Reykvíkinga. Líklega lægsta heitavatnskostnað í heimi, allavega í okkar heimshluta. Að hennar mati er engin ástæða til að Orkuveitan sé að skila allt of stórum hagnaði til eigandans, samfélags Reykvíkinga, enda engin brýn samfélagsverkefni sem þarf að fjármagna. Þetta var látið líta út sem hið mesta sanngirnismál og stuðlaði að jöfnuði í samfélaginu, þar sem lækkunin kæmi öllum jafnt til góða. Í Reykjavík fá rúm 10% heimila húsnæðisbætur til að hafa þak yfir höfuðið. Það má reikna með að lítil fátæk heimili í Reykjavík séu álíka mörg og heitir pottar í görðum efnaðra Reykvíkinga sem nota jafn mikið vatn og íbúð öryrkjans. Síðan eru slíkir pottar gjarnan í görðum við hús sem eru bæði þrefalt og fjórfalt stærri en íbúðir þeirra sem þiggja húsnæðisbætur og einhverjir hafa til viðbótar við heitan pott, lítið heilsárs gróðurhús svona til að hafa í salatið með steikinni. En það er að sjálfsögðu óréttlátt að samfélagið fái arð til að deila með öðrum af heita vatninu þetta er svo jöfn og réttlát tillaga.

Okkur eldri Sjálfstæðismönnum, sem höfðum áhyggjur af tekju og eignadreifingu í samfélaginu finnst þetta slæmt viðhorf. Eina leiðin sem samfélag hefur, umfram frumskógarlögmálin, til að verja hagsmuni þeirra sem minnst hafa er einmitt skattkerfið og tekjustofnar samfélagsins. Þessar tvær tillögur lýsa virðingarleysi við augljósri þróun sem hefur orðið á bilinu milli ríkra og fátækra. Lævísar tillögur, sem ala enn á ójöfnuði, ójöfnuði sem er greiddur með fjármunum samfélagsins. Íslenska Þjóðfylkingin vill sporna við og snúa þeirri óréttlátu þróun sem hefur átt sér stað, með stórfelldar eignatilfærslur til hinna fáu á kostnað hinna mörgu. Íslenska Þjóðfylkingin telur að „peningar séu eins og skítur, komi að mestu gagni þegar dreift er úr þeim.“

Jens G. Jensson skipar 3. sæti á lista Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að