fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Eitt egg á dag er gott fyrir hjartað

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. maí 2018 21:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar kínverskrar rannsóknar sýna að það getur verið góð hugmynd að byrja daginn á að fá sér eitt egg. Það getur dregið úr líkunum á hjartasjúkdómum og heilablæðingu. Um hálf milljón Kínverja, á aldrinum 30 til 79 ára, tók þátt í rannsókninni.

BBC skýrir frá þessu. Egg hafa bæði verið lofuð og löstuð í gegnum tíðina. Ótti við salmonellu og of mikla blóðfitu hafa oft orðið til þess að hollusta þeirra hefur verið dregin í efa. En það má kannski segja að egg hafi átt sterka endurkomu á undanförnum árum. Sumir læknar eru farnir að ráðleggja fólki að borða egg en þau eru prótínrík og innihalda A, D, B og B12 vítamín auk efna sem draga úr líkum á að fá augnsjúkdóma á efri árum.

Niðurstaða kínversku vísindamannanna er að það að fullorðnir borði eitt egg á dag dragi úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þeir leggja einnig áherslu á að það sé ekki eggjaneyslan ein og sér sem dregur úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum heldur verði einnig að gæta að mataræðinu í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað