fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Össur segir ESB-aðild í kortunum: „Við Valsmenn myndum kalla þetta dauðafæri“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 17. október 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Össur Skarphéðinsson segir að aðstæður hafi skapast fyrir Samfylkinguna að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku. Fyrir þessu eru að hans mati tvíþættar aðstæður: Annars vegar sýnir skoðanakönnun að meirihluti kjósenda VG vill ganga inn í ESB. Hins vegar er Samfylkingin á blússandi uppleið í skoðanakönnunum þannig að ekki verður hægt að ganga framhjá flokknum við myndum vinstri stjórnar.

Þetta kemur fram í nýjum pistli Össurar á Facebook. Þar lýsir hann yfir þeirri skoðun sinni að forysta VG hafi aldrei verið í takt við hinn almenna kjósanda flokksins í Evrópumálum:

Í reglulegum skoðanakönnunum sem gerðar voru á síðasta áratug birtist fyrst meirihluti fyrir umsókn í hópi kjósenda VG. Þar birtist líka fyrst meirihluti við að taka upp evruna.

Það má líka rifja upp að árið 2013 flutti Katrín Jakobsdóttir og forysta VG tillögu á landsfundi sem efnislega fól í sér að öllu tilhugalífi við ESB yrði hætt. Tillaga forystu VG féll. Viti borið fólk á landsfundi VG tók völdin af Katrínu og Steingrími J.

Hin dapurlega staðreynd er sú að forysta VG hefur alltaf verið úr takti við almenna flokksmenn VG varðandi ESB.

Sjá einnig: Stuðningur eykst við inngöngu Íslands í ESB

Össur segir að Katrín hafi opnað á möguleikann á nýrri aðildarumsókn í sjónvarpsviðtali um daginn en stórfréttin í því viðtali hafi farið framhjá flestum:

Katrín staðfesti það rækilega í formannaþætti á dögunum, þar sem hún sagðist ekki vilja ganga í ESB. Þar er hún semsagt á annarri línu en meirihluti kjósenda hennar skv. nýju könnuninni. Það voru sosum engar fréttir.

En mikil tíðindi – sem hinum lötu fjölmiðlum Íslands yfirsást – fólust í því sem Katrín Jakobsdóttir sagði þvínæst ofan í sannfæringarlítið svar sitt um ESB. Hún sagði skýrt að VG væri ekki mótfallið því að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina.

Þarna bjó hún til einstakt tækifæri fyrir Samfylkinguna. Mér er til efs að VG og Katrín leggi í nokkra ríkisstjórn með Samfylkinguna utan stjórnar. Það yrði raunar óðs manns æði fyrir VG. Einkum einsog staðan er að þróast þar sem Samfó er á blússandi uppleið – á hárréttum tíma.

Össur les það út úr stöðunni í pólitíkinni í dag að dauðafæri gefist núna til að endurnýja aðildarumsókn að ESB í væntanlegri vinstri stjórn:

Í dag er pólitíska staðan þannig að Miðflokkurinn hefur gert vinstri vængnum þann greiða að stýfa gersamlega hægri kantinn. Framsókn er í rúst, og Sigmundur heldur Sjálfstæðismönnum í 22-23 %. Kjósendur eiga svo einungis eftir að husla Bjarta framtíð og Viðreisn. Það verður því ekki hægt að mynda stjórn til hægri.

Langlíklegast er að í fyrstu lotu stjórnarmyndunarviðræðna fái formaður VG umboð til að spreyta sig. Ef Samfylkingin vill, og telur rétt fyrir land og þjóð, þá hefur hún í hendi sér að setja það sem skilyrði fyrir stjórnarþátttöku að ný ríkisstjórn efni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsóknina.

Katrín hefur gefið upp boltann. Við Valsmenn myndum kalla þetta dauðafæri…

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi