fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Eldur kviknaði í íbúð Sigga Storms

Auður Ösp
Þriðjudaginn 22. maí 2018 21:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur er svo sannarlega með nóg á sinni könnu þessa dagana, fyrir utan það að standa í kosningabaráttu. Lögregla og slökkvilið voru kölluð að heimili hans í síðustu viku eftir að eldur kviknaði. Þetta kemur fram á vef Eiríks Jónssonar.

Líkt og Eyjan greindi frá þá skipar Siggi oddvitasæti Miðflokksins í Hafnarfirði í komandi bæjarstjórnarkosningum. Nóg verður að gera hjá honum á kjördag þar sem að þá mun sonur hans einnig útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Siggi segir brunann í síðustu viku hafa „kórónað allt saman“ en reykræsta þurfti íbúðina í kjölfarið. Síðustu dagar hafa síðan farið í koma íbúðinni í lag með hjálp hreingerningafólks og iðnaðarmanna.

„Eldurinn kviknaði í herbergi miðstráksins, sem var nýbúinn að þrífa hátt og lágt hjá sér herbergið og kveikti í tilefni af því á ilmkerti og því fór sem fór,“

segir Siggi sem  tekur þessu öllu saman með stökustu ró og stefnir á að halda stúdentsveisluna daginn eftir kjördag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út

Áhættusöm kynslóðaskipti þar sem Pútín sparkar þeim gömlu út
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“