fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Enginn gat aðstoðað Önnu vegna veikinda: „Áttu foreldrar mínir að snúa við á miðri leið í veislu?“

Auður Ösp
Mánudaginn 21. maí 2018 10:14

Anna Kristín Jensdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvernig hefði ég annars átt að bregðast við í gær ef ekki hefði verið búið að leggja jafnmikla áherslu á að gera mig sjálfstæða? Áttu foreldrar mínir að snúa við á miðri leið í veislu til þess eins að aðstoða mig eða átti að reka bræður mína heim til að aðstoða mig? Átti ég frá að hverfa til að þiggja heimsókn umsýsluaðilans þegar ég var að fást við annað?,“ spyr Anna Kristín Jensdóttir, ung kona sem bundin er við hjólastól og fær NPA- notendstýrða persónulega aðstoð. Frumvarp um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt sem lög á Alþingi þann 26. apríl síðastliðinn en Anna bendir á að hvergi í frumvarpinu er minnst skýrt á stuðning við að styðja fólk til sjálfstæðis við athafnir daglegs lífs.  Anna lenti í sjálf í þeim aðstæðum á dögunum að ein af aðstoðarmanneskjum hennar tilkynnti veikindi og enginn var til staðar til að hlaupa í skarðið.

Í færslu á facebooksíðu sinni segir Anna Kristín að frumvarpið sé mikið fagnaðarefni þar sem að nú sé sjálfstætt líf einstaklinga loksins orðið að lögum. Þannig geti einstaklingar sjálfir stjórnað því hvernig þeir fá aðstoð.

„Ég hef þó engu að síður velt því mikið fyrir mér hvernig það er hugsað í þessum lögum að hjálpa fólki til sjálfshjálpar, og sérstaklega mikið undanfarinn sólarhring. Ég vil þó taka það skýrt fram að ég geri mér fulla grein fyrir því að einstaklingar með fötlun eru jafn misjafnir og þeir eru margir og þjónustuþarfirnar því mismiklar og ég hefði glöð þegið aðstoð í gær sem og aðra daga.“

Sú sjaldgæfa staða kom upp hjá Önnu á dögunum að enginn af aðstoðarmanneskjum hennar gat leyst af þegar sú sem átti vaktina tilkynnti veikindi.

„Umsýsluaðilinn minn bauðst svosem til þess að kíkja til mín í smástund, en staðreyndin var að ég var ekki heima þegar viðkomandi sá sér fært að mæta og þurfti ekki aðstoð við það sem ég var að fást við þegar viðkomandi gat komið. Foreldrar mínir lögðu af stað um hádegisbil út á land þar sem þau voru boðin í veislu og báðir bræður mínir voru staddir í sauðburði sem nú stendur sem hæst á mörgum sveitabæjum. Nú kom það sér því vel að ég get með góðu móti bjargað mér sjálf við flestar athafnir daglegs lífs. Í stað þess að fara á næsta skyndibitastað eða kaupa næstu samloku gat ég eldað mér sjálf hérna heima, því ég hef farið í gegnum eldhúsverk ásamt iðjuþjálfa áður. Ég eldaði mér kannski ekki stórsteik, en engu að síður máltíð sem var nóg til að gera mig sadda. Jafnframt gat ég farið í stuttan bíltúr niður í bæ og rúllað aðeins um þar, þó ég kæmist eiginlega hvergi inn vegna þrepa og þröskulda. Ég nennti einfaldlega ekki að fara strax að sofa, í tölvuna eða horfa á sjónvarpið þegar ég hafði lokið við eldamennskunni.“

Anna spyr hvers vegna því sé ekki bætt í lögin að sérfræðingar á borð við iðjuþjálfa eða aðra með slíka þekkingu séu starfandi fyrir fólk með fötlun hjá sveitarfélögum.

„Glatast ekki möguleikinn til að kynna fólki velferðartækni sem nú er oft í umræðunni? Í dag er staðan oft þannig að starf fagfólks í þessum efnum er bundið við ákveðnar byggingar sem gerir þeim mögulega erfiðara fyrir að nota heildræna nálgun í vinnu sinni þar sem þeir sjá fólkið sjaldan eða aldrei í raunaðstæðum nema í ákveðnum byggingum, þarf ekki að skoða einhvað í þeim efnum?,“

segir hún um leið og hún skorar á sveitarfélög að skoða þann möguleika að bjóða þjónustu fagfólks sem stafar miðlægt til að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.

„Hver einasti litli hlutur sem maður getur gert sjálfur getur nefnilega skipt máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið