fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Sema Erla svaraði ekki Tommy: „Vildi ekki veita úldnum pappakössum viðurkenningu“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. maí 2018 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sema Erla Serdar, formaður flóttamannahjálparsamtakanna Solaris greinir frá því í stöðufærslu á Facebook að henni hafi verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum með Tommy Robinson.

Eins og kom fram í frétt DV í gær þá var von á Tommy til landsins í gær, en hann missti fyrst af flugi vegna þess að dekk sprakk á bíl hans og síðan mætti hann ekki í annað flug sökum dauðsfalls í fjölskyldunni. Ráðstefnunni var því aflýst.

Sema segir það rangt sem komið hefur fram að þeim einstaklingum sem boðið var í umræður hafi ekki séð sér fært að mæta eða ekki treyst sér í rökræður.

Þvert á móti hafi hún ekki ansað boðinu, þar sem hún hafði ekki viljað setja nafn sitt við viðburð sem hafði þann eina tilgang að ala á fordómum og hatri í garð múslima og ýta undir mismunun, sundrungu og öfgavæðingu í samfélaginu okkar

Stöðufærslu Semu Erlu má lesa í heild hér fyrir neðan:

„Í gær var greint frá því í fjölmiðlum að skipuleggjendur „ráðstefnunnar“ með múslimahataranum og öfga- og ofbeldismanninum Tommy Robinsons, sem átti að fara fram í gær, höfðu haft samband við ellefu einstaklinga í þeim tilgangi að fá þá til þess að taka þátt í pallborðsumræðum með Tommy og skoðanabræðum hans. Við fjölmiðla sagði einn skipuleggjandi að „enginn af þeim hafi séð sér fært að mæta“ og að „þau treystu sér ekki í rökræður við hann.“

Ég er ein af þeim sem haft var samband við og var boðið að taka þátt. Ég ansaði ekki boðinu. Það var ekki af því að ég treysti mér ekki í rökræður við Tommy og aðdáendahóp hans eða af því að ég sá mér ekki fært að mæta. Það var vegna þess að það hvarflaði ekki að mér í eina sekúndu að setja nafnið mitt við viðburð sem hafði þann eina tilgang að ala á fordómum og hatri í garð múslima og ýta undir mismunun, sundrungu og öfgavæðingu í samfélaginu okkar, sérstaklega hjá ungu fólki. Með því að taka þátt hefði ég gefið slíkri vitleysu sem þetta átti að vera og þeim úldnu pappakössum sem að þessu stóðu viðurkenningu sem þeir eiga alls ekki skilið.

Sem þátttakandi í þessu samfélagi ber mér siðferðisleg skylda til þess að gera allt sem ég get til þess að stuðla að því að hér séu mannréttindi virt og allir séu jafnir. Það á líka við um ykkur hin. Það gerum við m.a. með því að taka ekki þátt í viðburðum sem ala á hatri í garð minnihlutahópa í samfélaginu, að nota ekki orðræðu sem elur á fordómum og ótta í garð fólks og andmæla alltaf þegar það er gert. Þannig komum við í sameiningu í veg fyrir að hér byggist samfélag öfga og haturs!

Ást og friður!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“