fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hótel Adam á leið á nauðungaruppboð

Auður Ösp
Mánudaginn 14. maí 2018 14:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farið hefur verið fram á nauðungarsölu á húsnæðinu að Skólavörðustíg 42 sem í dag hýsir Hótel Adam. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag.

Töluvert hefur verið fjallað um starfsemi hótelsins undanfarin misseri. Í febrúar 2016 greindi DV frá því að forsvarsmenn Hótel Adam hefðu hvatt ferðamenn til að kaupa vatn á flöskum sem hótelið seldi í stað þess að drekka það úr krananum. Vatnið kom úr sömu krönum og gestir hótelsins höfðu verið varaðir við að drekka úr.

Myndir af plastflöskum sem voru sérmerktar hótelinu höfðu þá vakið talsverða athygli á Facebook, en hótelið seldi flöskurnar á 400 krónur stykkið. Tveggja lítra flaska kostaði gestu 400 krónur, þrjár evrur eða fjóra Bandaríkjadali. Á sama tíma kostaði bjórinn 700 krónur Rannsókn á vatninu úr krönum hótelsins leiddi ekkert óeðlilegt í ljós.

Hótelið komst aftur í fréttirnar í maí sama ár vegna vinnusalsmáls. Í frétt DV kom fram konu hefði verið haldið nauðugri í starfi á hótelinu. var sögð hafa verið látin gista í herbergi með yfirmanni sínum. Var hún sögð hafa fengið greiddar tæpar 60 þúsund krónur þrátt fyrir að hafa verið við vinnu nær alla daga mánaðarins Einnig kom fram að fleiri starfsmenn hótelsins hefði leitað til lögreglu vegna gruns um að vera fórnarlömb mansals.

Fram kemur í Lögbirtingablaðinu að Íslandsbanki fari fram á nauðungarsöluna en alls eru lagðar fram sex kröfur á jafnmörg fasteignanúmer. Upphæð hverrar og einnar kröfu er rúmlega 25 milljónir króna.

R Guðmundsson ehf. er skráð fyrir eigninni en félagið er í eigu Ragn­ars Guðmunds­son­ar, hót­el­stjóra.

Félagið fær frest til 14.júní næstkomandi til að ganga frá greiðslum en annars mun eignin verða seld á nauðungaruppboði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Í gær

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim