fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Hilda Jana neyddist til að henda barninu sínu út af heimilinu: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 12. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilda Jana Gísladóttir, fyrrverandi sjónvarpsstjóri N4 á Akureyri og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri, og dóttir hennar, Hrafnhildur Lára, stíga fram í áhrifaríku viðtali Fréttablaðsins. Í viðtalinu greinir Hilda Jana meðal annars frá þeirri ákvörðun sinni að reka dóttur sína að heiman. „Ég henti henni út af heimilinu. Á götuna. Það er það erfiðasta sem ég hef gert. Barnið mitt var í lífshættu og það rétta að gera var að loka á nefið á því. Það var ekki það sem mig langaði að gera. Heldur það sem ég varð að gera. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hefði ráðið við það ef ég ætti ekki tvö önnur börn. Móðureðlið sagði til sín. Ég þurfti að vernda hinar dætur mínar. Þetta var auðvitað bara skelfilegt,“ segir Hilda Jana í viðtalinu.

Báðar mæðgurnar hafa glímt við áfengis- og fíkniefnafíkn. Hilda fór í meðferð 18 ára gömul og náði eftir það tökum á lífi sínu. Hrafnhildur fór í meðferð síðastliðið haust og segir að haldreipi hennar sé göngudeild SÁÁ á Akureyri. Hún segir jafnframt: „Ég sem ætlaði aldrei að drekka. Ég hataði áfengi. Og mamma mín var best, hetja fyrir að drekka ekki. Ég ætlaði að verða eins og hún. Því ég væri líka alkóhólisti. Ég vissi það. En svo bara týndist ég.“

Hilda Jana deilir viðtalinu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún bætir við að þær mægður hafi ítrekað þurft á aðstoð samfélagsins að halda: „Starfsemi SÁÁ hefur skipt okkur sköpum, en nú stendur til að loka göngudeildinni hér á Akureyri vegna niðurskurðar, sálfræðiþjónusta er rándýr, við foreldrar þurfum að vinna of mikið og þrátt fyrir að við vitum hversu mikilvægt það er að grípa sem fyrst inní þegar börn eiga í vanda, þá er stoðþjónustu í leik- og grunnskólum er ábótavant. Í stað þess að bíða eftir því að einhver annar geri eitthvað í málinu, þá ákvað ég að bjóða fram krafta mína til að bæta samfélagið mitt. Af því að ég vil láta hjartað ráða för,” segir Hilda Jana á Facebook.

Sjá nánar í Fréttablaðinu

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila

Gerð afturreka með sölubann á Cocoa Puffs og Lucky Charms – Sönnunarbyrði var lögð alfarið á söluaðila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“

Íris tók námslán árið 2011 sem hún er ekki byrjuð að borga – „Og hvar stendur það núna ef þið hélduð að BA-gráðu lánið mitt væri martröð?“