fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Skærasta stjarnan hún Ragna

Egill Helgason
Föstudaginn 11. maí 2018 13:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mér er þetta stærsta stjarnan í íslensku sjónvarpi – og raunar íslenska kvikmyndaheiminum öllum. Ragna Fossberg, meistari í förðun og leikgervum. Myndin var tekin fyrr í vikunni, hún er þarna á rauða dreglinum í Cannes með leikaranum frábæra Mads Mikkelsen (Ragna segir að hann sé fínn náungi).

Ragna hefur unnið fleiri Edduverðlaun en tölu verður á komið. Við vitum það sem störfum á RÚV að hún er algjör lykilmanneskja hjá stofnuninni enda starfsferill hennar langur. Hún hefur unnið við fjölda íslenskra kvikmynda, allt frá því kvikmyndavorið svokallað hófst í kringum 1980. Og hún hefur líka unnið við erlendar myndir, eins og til dæmis Arctic, það er myndin með Mads.

Hún var tekin á Íslandi, fjallar um vísindamann sem þarf að bjargast við mjög harðneskjulegar vetraraðstæður á norðurslóðum. Fær glimrandi dóma, sýnist mér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa

Segir kjósendur bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem þeir kjósa
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum