fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Verður Nýja Delí fyrsti áfangastaður WOW air í Asíu?

Auður Ösp
Fimmtudaginn 10. maí 2018 16:10

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW Air.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allar líkur eru á því að Nýja Delí á Indlandi verði nýr áfangastaður WOW Air í Asíu. Félagið hefur boðað til blaðamannafundar á Oberoi hótelinu í útjarði borgarinnar næstkomandi þriðjudag þar sem áform WOW air í Asíuflugi verða kynnt. Danski miðilinn Checkin greinir frá þessu.

Í samtali við Viðskiptablaðið á dögunum kvaðst Skúli Mogensen forstjóri WOW Air eiga von á því að mesti vöxtur Wow á næstu árum verði í Asíuflugi. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að WOW myndi á næstu árum bjóða upp á flug til 14-15 áfangastaða í álfunni.

DV greindi frá því á dögunum að Icelandair hyggst bjóða upp á áætlunarflug til Indlands á næsta ári. Ekki hefur þó verið gefið upp um hvaða borgir á Indlandi er að ræða en Nýja Delí er talin koma sterklega til greina, eða þ Mumbai, fjölmennasta borg Indlands. Í báðum tilvikum er flugtíminn rúmlega tíu klukkustundir.

Á blaðamannafundinum næstkomandi þriðjudag mun Skúli Mogensen forstjóri WOW Air tilkynna hver verður fyrsti áfangastaður flugfélagsins í Asíu en vegna staðsetningar fundarins er talið líklegt að um Nýju Delí verði að ræða.

WOW Air verður þar með fyrsta lággjaldaflugfélagið sem býður upp á beint flug á milli Indlands og Evrópu. Indverska lággjaldaflugfélagið Indigo Airlines hefur áður auglýst áform sín um lággjaldaflugferðir til Evrópu en svo virðist sem að WOW Air muni ná forskoti á þeim markaði.

Fjórar breiðþotur af gerðinni Airbus 330-900 munu bætast við flugflota WOW Air síðar á árinu en félagið á í dag þrjár Airbus A330-300. Ekki er vitað hvaða gerð af breiðþotum verður notuð í Asíufluginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi