fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Snorri snýr aftur: „Hjartað er alltaf í Eyjum“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 12. maí 2018 14:00

Snorri í Betel vildi ekki sjá þessa útsendara djöfulsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hjartað er alltaf í Eyjum. Hérna er ég borinn og barnfæddur og hérna mun ég alltaf eiga heima,“ segir ævintýralega hress Snorri Óskarsson, betur þekktur sem Snorri í Betel, í samtali við DV. Snorri hefur snúið aftur heim til Vestmannaeyja þar sem hann hyggst starfa við ferðaþjónustu. „Ég mun starfa sem leiðsögumaður í sumar hjá Viking Tours. Það er tímabundið starf til að byrja með. Fyrstu ferðamennirnir sem ég tek á móti eru væntanlegir á næstu dögum og ég hlakka mikið til,“ segir Snorri.

Hann segist hafa neyðst til þess að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi því enginn hafi viljað ráða hann sem kennara. Eins og frægt er var Snorra sagt upp störfum sem kennara hjá Brekkuskóla á Akureyri árið 2012. Ástæðan var sú hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari á persónulega bloggsíðu. Uppsögnin var dæmd ólögmæt, bæði í héraði og í Hæstarétti og í nóvember 2017 fékk Snorri dæmdar bætur upp á um 7 milljónir króna. „Því var áfrýjað til Hæstaréttar og ég er að bíða eftir því að málið verði tekið fyrir þar í haust,“ segir Snorri.

Hann segist vera maður einsamall í eyjunum fögru í sumar en eiginkona hans dvelji á fastalandinu. „Það má segja að ég feti í fótspor Jóns Indíafara í þeim efnum. Hann kom sem slasaður hermaður til Vestmannaeyja og sá um púðurgeymsluna og fallbyssuna á Skansinum í kringum 1640. Eiginkonu hans líkaði hins vegar illa í Eyjum og skildi hann einan eftir,“ segir Snorri og hlær dátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“