fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Bíræfinn þjófur stal hjóli Andra Snæs

Kristín Clausen
Föstudaginn 1. júlí 2016 15:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forsetaframbjóðandinn Andri Snær Magnason varð fyrir því óláni í nótt að hjólinu hans var stolið. Andri uppgötvaði að hjólið væri horfið í morgun þegar hann var kominn út á stétt, fyrir framan heimilið sitt, en hann hafði ætlað sér að fara út að hjóla.

Í samtali við DV segir Andri að hjólið sem ber heitið Specialized hybrid sé mjög vel farið. Það er svart á litinn og er alveg eins og það sem sést á myndinni hér fyrir neðan.

„Það er eins og nýtt. Það sér ekkert á hjólinu fyrir utan eitt lítið gat á hnakknum,“ segir Andri og bætir við að þetta sé mjög fúlt. Sérstaklega í ljósi þess hversu fallegt veðrið er úti.

Andri vonast til að fá hjólið aftur og biðlar því til fólks að hafa augun opin ef það skyldi rekast á það hvort sem er á sölusíðum eða annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði