fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Kristján greiðir 60 þúsund á mánuði fyrir 18 fermetra herbergi með sameiginlegri salernisaðstöðu

Auður Ösp
Þriðjudaginn 8. maí 2018 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Núverandi ástand er með öllu óviðunandi og til skammar,“ segir Kristján Hafsteinsson strætisvagnabílstjóri og frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands. Kristján hefur verið á umsóknarlista um íbúð hjá Félagsbústöðum í eitt og hálft ár og lítið er um svör. Á meðan þarf hann að sætta sig við aðstæður sem fæstir telja ásættanlegar.

Í kynningartexta á facebooksíðu Sósíalistaflokksins rekur Kristján sögu sína en hann hefur þurft að mæta ýmsum hindrunum í lífinu. Hann er fæddur í Hafnarfirði en hefur búið í Reykjavík í rúma hálfa öld. Að loknum grunnskóla fór hann í Stýrimannaskólann og lauk þaðan undirbúningsprófi.

„Því næst einhenti ég mér í brennivínsdrykkju í ein 19 ár en stundaði samt mína vinnu samviskusamlega, starfaði hjá heildsölu í 17 ár. Síðustu 12 ár hef ég verið vagnstjóri hjá Strætó en í 60% starfi. Heilsa mín leyfir ekki meiri vinnu, heilsuleysið er þó ekki tilkomið vegna samviskusamrar drykkjunnar þá tæpu tvo áratugi sem ég var hirðmaður Bakkusar. Ég lét bara af þjónustu við hann.“

Kristján veiktist árið 2011 og var frá vinnu í rúmt ár. Síðan þá hefur hann sinnt hlutastarfi og tekjurnar duga hreinlega ekki.

„Nú lifi ég af leyfilegri 60 prósent vinnu og 100.000.- kr. greiðslum úr lífeyrissjóði mínum á mánuði. Aðstæður mínar eru vægast sagt ömurlegar, ég leigi 18 m² herbergi í efri byggðum Reykjavíkur. Þar deili ég salerni og sturtu með öðrum íbúum og greiði 60.000.- kr. á mánuði fyrir. Vinn hjá Strætó og ferðast með Strætó.

Ég hef verið á umsóknarlista um íbúð hjá Féló í eitt og hálft ár en ekkert gengur, enda er mér sagt þar að þessar umsóknir skili ekki niðurstöðu fyrir en eftir svona tvö til sex ár! Ég hef því sterkt á tilfinningunni að mér ekki sagt satt. Það er nefnilega töluverður munur á tveimur árum eða sex, ekki satt?“

Kristján segir að ef að ekkert breysist þá sjái hann ekki fram á bjartari tíma.

„Mín helstu baráttumál eru og byggð á reynslu annars vegar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem eru í algjörri rúst og hins vegar bætur á félagsþjónustunni eins og hún leggur sig. Núverandi ástand er með öllu óviðunandi og til skammar. Því verður að breyta, í fúlustu alvöru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi