fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Líkamsræktarþjálfari í yfirþyngd: Stærð er ekki hindrun fyrir hreyfingu

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 8. maí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri heimildarmynd á BBC, The Naked Truth: Obesity (Sannleikurinn: Offita) fjalla einstaklingar í yfirþyngd um fitusmánun og þá mismunun sem þeir verða fyrir vegna stærðar sinnar.

Kat er 34 ára og starfar sem líkamsræktarþjálfari í hlutastarfi og segir hún frá hvernig má rekja offitu hennar til erfiðleika á unglingsárum. Hún varð ófrísk 16 ára og eftir að kærastinn yfirgaf hana á meðgöngunni þróaði hún óheilbrigt samband við mat og fór úr stærð 12 í 28 á aðeins sex vikum.

„Ég var vön að kaupa 24 stykki af Cadbury´s Créme eggjum og át þau öll á einum degi,“ segir hún í þættinum. „Það var hættulegt og ég var að borða til að mér liði betur, enda leið mér illa. Líkami minn breyttist svo verulega, að ég þekkti ekki konuna sem ég sá í speglinum.“

Auk þess að þróa mjög óhollt samband við mat barðist Kat við líkamssjálfstraust í mörg ár og sagði hún frá hvernig hún hefði áður svelt sig, tekið megrunarpillur og verið á barmi búlimíu.

Í dag mætir hún reglulega fordómum vegna stærðar sinnar, sérstaklega þegar hún notar almenningssamgöngur.

Kat bætir við að mikið af fordómunum komi frá iðkendum í líkamsrækt hjá henni: „Þú sérð fólkið ganga inn og leita að þjálfaranum, síðan lítur fólkið á mig og bara „ó.“ Það að ég er stór stelpa þýðir ekki að ég geti ekki verið virk í að hreyfa mig og það þýðir ekki að aðrir hafi rétt til að gagnrýna útlit mitt.“

Í þættinum fjalla fimm einstaklingar um líkama þeirra, en vigt þeirra er frá 108 – 139 kg. Offita er samkvæmt BMI staðlinum á bilinu 30-39,9. Á meðan að „heilbrigð“ þyngd er talin vera á bilinu 18,5-24,9. Samkvæmt NHS (heilbrigðisþjónusta Bretlands) er einn af hverjum fjórum Bretum í offitu samkvæmt BMI.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool

Frimpong meiddur og missir af næstu vikum hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag

Frederik Schram hefur jafnað sig af meiðslum og æfði á Laugardalsvelli í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina

Bikarúrslitaleikurinn ekki hátt skrifaður í Efstaleiti og settur á hliðarrásina
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“

Sonur Lindu slasaður eftir stórhættulegt skemmdarverk á reiðhjólinu hans – „Ég ætlaði varla að trúa því að þetta væri ennþá í gangi“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar

Heildarkostnaður við kaup og breytingu Hótel Sögu 12,7 milljarðar
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Skrýtna“ svefnherbergisvenja Nick Jonas með eiginkonunni

„Skrýtna“ svefnherbergisvenja Nick Jonas með eiginkonunni

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.