fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Kvikmyndaakademían hefur fengið nóg: Bill Cosby og Roman Polanski reknir úr stjórninni

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 4. maí 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Bill Cosby og kvikmyndagerðarmaðurinn Roman Polanski hafa verið reknir úr Bandarísku kvikmyndaakademíunni frá með deginum í gær.

Nefndin sem stendur á bakvið Óskarsverðlaunin hefur hingað til aðeins vísað fjórum aðilum hefur verið vísað úr akademíunni í þau 91 ár sem hún hefur starfað.

Í yfirlýsingu segist stjórnin vilja hvetja félagsmenn sína til að virða siðferðislega staðla nefndarinnar, en þessar fréttir komu í ljósi þess að Cosby var fundinn sekur um að hafa misnotað og gefið Andreu Constand eiturlyf á heimili sínu árið 2004, – en hún var ein sextíu kvenna sem stigu fram með sambærilega sögu.

„Mælirinn þótti fullur hjá meðlimum akademíunnar“

Leikstjórinn Polanski hafði verið meðlimur akademíunnar í áraraðir en er enn eftirlýstur af yfirvöldum í Kaliforníu fyrir að hafa átt samræði við þrettán ára stúlku árið 1977.

Leikstjórinn hefur alla tið haldið því fram að hann hafi ekki nauðgað stúlkunni.  Hann var fyrst dæmdur til 90 daga geðmeðferðar í bandarísku ríkisfangelsi en var útskrifaður eftir 42 daga.

Komnir í hóp með Harvey Weinstein

Í kjölfarið lagði dómari í málinu á ráð um að dæma Polanski til frekari refsingar en leiddi það til þess að leikstjórinn flúði land til Parísar og hefur ekki snúið aftur til Bandaríkjanna síðan.

Mælirinn þótti skyndilega fullur hjá meðlimum akademíunnar og líða þau ekki aðkomu hans né tengingu lengur.

Cosby og Polanski eru þar með komnir í hóp með framleiðandanum Harvey Weinstein, sem var einnig rekinn úr stjórninni í haust en Weinstein-málið átti hlut í því að koma af stað #MeToo byltingunni.

Leikarinn Carmine Caridi var sá fyrsti til að hljóta brottrekstur eftir að hafa lánað út eintök af kvikmyndum sem höfðu verið tilnefndar til verðlaunanna árið 2004.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“