fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Klæddi sig úr fötunum og vildi slást: Beit lögreglumann svo í fótinn

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 07:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölmörgum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Rétt fyrir klukkan tvö í nótt var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn fyrir framan veitingahús á Vegamótastíg. Að sögn lögreglu var maðurinn kominn úr flestum fötum og var að egna til slagsmála.

Þegar færa átti manninn í fangageymslu þá beit hann lögreglumann í fótinn. Maðurinn var vistaður í fangageymslu í kjölfarið. Fyrr um kvöldið, eða um klukkan 21, var ung kona í mjög annarlegu ástandi handtekin við Hofgarða þar sem hún var til ama. Hún var vistuð í fangageymslu meðan ástand hennar lagast.

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var erlendur skipverji handtekinn af Tollgæslunni við Sundahöfn með ætluð fíkniefni. Maðurinn var með efni til eigin nota og var hann vistaður í fangageymslu. Í ljós kom að maðurinn er einnig eftirlýstur hjá lögreglu vegna annars, ótengds máls.

Á fjórða tímanum í nótt var maður í mjög annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti. Hann hafði verið að valda íbúum ónæði; barið á dyr og reynt að komast inn hjá íbúum. Þá hafði maðurinn valdið skemmdum á bifhjóli sem stóð fyrir utan húsið. í ljós kom að maðurinn var með ætluð fíkniefni í vösum og var hann vistaður í fangageymslu.

Loks hafði lögreglan hendur í hári þriggja ökumanna sem ýmist eru grunaðir um ölvunarakstur eða akstur undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn

María Sigrún fær uppreist æru – Fréttaskýringin sem var stöðvuð verður sýnd á mánudaginn
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi

Land heldur áfram að rísa í Svartsengi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd