Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn Sigmund Erni Rúnarsson dagskrárstjóra Hringbrautar standi óhaggaður.
Lögmaður Guðmundar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, fór fram á ómerkingu á níu ummælum sem féllu á Hringbraut og tvær milljónir í skaðabætur fyrir Guðmund Spartakus. RÚV var upphaflega kært í málinu en ákvað að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir til að komast hjá því. Nú þarf Guðmundur Spartakus að greiða allan málskostnað, rúmar 700 þúsund krónur. Guðmundur Spartakus valdi að gefa ekki skýrslu í málinu.