fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Blikkaði Trump fyrst í tollastríðinu við Kínverja?

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. maí 2025 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíta húsið lofsamar nýjan tollasamning Donald Trump við Kína en sérfræðingar eru langt frá því að vera eins heillaðir af samningnum. Þess utan veit enginn enn hver lokaáætlun Trump er og kannski veit hann það ekki sjálfur.

Trump gerði nýlega „sögulegan samning“ við Kínverja eins og hann sagði sjálfur á X en þar skrifaði hann: „Enn einn sögulegur samningur í höfn.“

Hann hélt síðan áfram: „Í dag, í kjölfar nýs samnings við Bretland, náði Donald J. Trump, forseti, samningi við Kína um að lækka tolla á Kína og hætta að endurgjalda tolla, að halda bandarískum grunntolli á Kína og setja fram áætlun um viðræður í framtíðinni um að opna fyrir markaðsaðgengi bandarísks útflutnings.“

Á bak við þessa löngu setningu er í raun einfaldur raunveruleiki – í apríl hratt Trump af stað störukeppni við Kína og það var hann sjálfur sem blikkaði fyrst.

Fjármálamarkaðir tóku fréttunum af nýja samningnum vel og hlutabréfaverð hækkaði víðast hvar og það ekki að ástæðulaus. Með samningnum eru tollarnir á Kína komnir á svipað stig og tollarnir sem Trump hefur lagt á restina af heimsbyggðinni.

Almennir tollar á kínverskar vörur lækkuðu úr 125% í 10% og Kínverjar lækkuðu sína tolla samsvarandi. Kínverjar slaka einnig á útflutningstakmörkunum sínum á sjaldgæfum jarðefnum sem eru notuð við framleiðslu raftækja. Kínverjar sitja á næstum öllum náttúruauðlindum heimsbyggðarinnar af þessum efnum.

En samningurinn gildir bara í 90 daga og fyrri refsitollur Trump, 20%, vegna meintrar aðkomu Kínverja að framleiðslu á fentanýli eru enn í gildi.  Einnig verða tollar á stál og ál áfram í gildi. Af þessum sökum eru tollar á kínverskar vörur almennt 30% og í sumum tilfellum 40% eða hærri.

Nýi samningurinn minnir því frekar á vopnahléssamning en friðarsamning og miðað við viðhorf Trump til viðskipta, þá er óvíst hvort Bandaríkin og Kína geti náð saman um varanlega samning.

Af hverju blikkaði Trump?

Ástæðuna fyrir sinnaskiptum Trump má rekja aftur til fyrstu tollana sem hann lagði á innflutning frá öðrum löndum. Þá hrundi verð hlutabréfa og það fór að braka og bresta í skuldabréfamörkuðunum. Skyndilega vofði hættan á nýrri fjármálakreppu yfir Hvíta húsinu. Bandarískur bílaiðnaður, sem er mjög háður innflutningi á íhlutum, starði nánast inn í endalok sín.

Að lokum settu helstu ráðherrar Trump, þar á meðal Scott Bessent, honum afarkosti að sögn CNN og NBC. Annað hvort stopparðu þetta núna eða efnahagurinn hrynur til grunna.

Svipað var uppi á teningnum í apríl skömmu áður en Trump veitti bandarískum bílaiðnaði undanþágu frá ýmsum tollum. Í mars dró hann mjög í land innan við sólarhring eftir að hann hafi tilkynnt háa tolla á Mexíkó og Kanada.

Þetta mynstur virðist hafa haldið áfram í samskiptunum við Kína.

„Það er enginn vafi á að Trump blikkaði fyrst,“ sagði Larry Summers, fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, í samtali við The Hill um nýja samning við Kína.

Hann er ekki einn um þá skoðun því greiningarfyrirtækið Jefferies segir að samningurinn „sé merki um að Bandaríkin séu örvæntingarfyllri en Kína þegar kemur að því að senda fjármálamarkaðnum skilaboð um minnkandi spennu“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald