fbpx
Þriðjudagur 24.júní 2025
Fréttir

Haukur skammaði Úlfar: Misboðið vegna ummæla í Morgunblaðinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. maí 2025 07:45

Úlfar Lúðvíksson. Mynd: Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Guðmundsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, sendi Úlfari Lúðvíkssyni, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, skammabréf í tölvupósti vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali í Morgunblaðinu í janúar í fyrra.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Í frétt blaðsins segir að umrædd ummæli Úlfars hafi fallið þann 24. janúar 2024 þar sem hann lýsti því meðal annars að hending réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærunum.

Í fréttinni voru nafngreind tíu flugfélög sem ekki vildu skila farþegalistum til yfirvalda og sagði í bréfi Hauks, samkvæmt frétt Morgunblaðsins, að það væri litið sérstaklega alvarlegum augum að tiltekin flugfélög hafi verið nefnd í þessu samhengi.

Samkvæmt bréfi Hauks, sem Morgunblaðið vitnar til, sagði hann mikilvægt að veittar verði réttar og nákvæmar upplýsingar á opinberum vettvangi og að þess verði sérstaklega gætt að gefa ekki upp opinberlega viðkvæmar upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á löggæsluháttsemi.

Sem kunnugt er hætti Úlfar sem lögreglustjóri á dögunum eftir að honum var tilkynnt að til stæði að auglýsa stöðu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök

Allir sakborningar í Gufunesmálinu neita sök
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“

Ferðamaður lýsir furðulegri reynslu af Íslendingum eftir stutta heimsókn – „Þetta var sérstaklega óhugnanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu

Brottrekinn flugmaður fær engar bætur: Ítrekuð hegðunarvandamál og drykkja – Reyndi að bjarga sér með umdeildri ADHD-greiningu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar

Íslenskar vegabréfsáritanir sagðar hafa verið misnotaðar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan lýsir eftir manni

Lögreglan lýsir eftir manni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald

Franska konan úrskurðuð í lengra gæsluvarðhald