fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Eigendur Caruso ósáttir við villandi auglýsingu

Hræðilegt, segir eigandi Primo

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það eru liðnir átján mánuðir síðan við fluttum í nýtt húsnæði og enn hefur auglýsingin ekki verið fjarlægð. Við erum búin að kvarta til Neytendastofu og þeir eru að skoða málið. Þetta er einfaldlega villandi auglýsing og við lendum reglulega í því að gestir sem hafa pantað borð hjá okkur setjast niður á Primo. Það að þessi auglýsing sé enn til staðar ýtir undir þennan misskilning og er með öllu óásættanlegt,“ segir Þrúður Sjöfn Sigurðardóttir, eigandi veitingastaðarins Caruso í Austurstræti.

Caruso var áður til húsa í Þingholtsstræti 1 en eigendur húsnæðisins sögðu upp leigusamningnum og báru eigendur Caruso út. Í kjölfarið spruttu upp miklar deilur um innanstokksmuni veitingastaðarins sem lauk með sigri húseigenda fyrir dómstólum. Í kjölfarið opnuðu eigendur húsnæðisins veitingastaðinn Primo í húsnæðinu. „Þetta er hræðilegt og við þurfum að fá einhvern mann í að laga þetta,“ segir Kristinn Snær Steingrímsson, rekstrarstjóri hjá Primo. Hann bætir því við að ástæða þess að auglýsingin hefur fengið að standa svo lengi sé sú að það hafi allt púður verið sett í að koma Primo á laggirnar. „Þetta hefur fyrir vikið setið á hakanum.“ Þeir átti sig þó á því að þangað komi stundum gestir sem telji sig vera á leiðinni á Caruso. „Þá vísum við þeim aftur niður eftir,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd