fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Icelandair hyggst fljúga til Indlands

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. maí 2018 11:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Icelandair hyggst bjóða upp á áætlunarflug til Indlands á næsta ári. Ekki hefur þó verið upp um hvaða borgir á Indlandi er að ræða. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group, ávarpaði  afkomufund fyrirtækisins í morgun og kom þá fram að verið væri að horfa til áfangastaða á Indlandi.Sagði hann að horft væri til áfangastaða á Indlandi en nefndi þó ekki hverjir þeir væru.

Talið er líklegt að borgirnar sem um ræðir séu annars vegar höfuðborgin Nýja-Delí og hins vegar Mumbai sem trónir á toppnum sem fjölmennasta borg Indlands. Í báðum tilvikum er flugtíminn rúmlega tíu klukkustundir.

Mumbai er fjölmennasta borg Indlands,með rúmlega 16 milljónir íbúa. Ljósmynd/Wikipedia.
Mumbai er fjölmennasta borg Indlands,með rúmlega 16 milljónir íbúa. Ljósmynd/Wikipedia.

Kalkútta, Bangalúr og Chennai eru einnig á listanum yfir fjölmennustu borgirnar.

WOW Air hyggst einnig bjóða upp á flug til Asíu á næstu misserum en í samtali við Viðskiptablaðið á dögunum kvaðst Skúli Mogensen forstjóri WOW eiga von á því að mesti vöxtur Wow á næstu árum verði í Asíuflugi. Þá sagðist hann sjá fyrir sér að WOW myndi á næstu árum bjóða upp á flug til 14-15 áfangastaða í álfunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við

Fyrrum starfsmaður Trump varar hann eindregið við