fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
FréttirPressan

Fjölda stefnumótasíðna lokað – Notaðar til að hafa fé af vongóðum körlum – Tengsl við klámiðnaðinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. maí 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölda danskra og hollenskra stefnumótasíðna hefur verið lokað og verður lokað í kjölfar uppljóstrana um starfsemi þeirra. Nöfn kvenna, sem eru á síðunum, eru fölsk og myndirnar sem eru notaðar eru flestar illa fengnar myndir af konum frá Austur-Evrópu. Á bak við myndirnar af þessum konum sitja síðan starfsmenn stefnumótasíðnanna og svara skilaboðum frá vongóðum karlmönnum sem greiða allt að 160 krónur fyrir hver skilaboð sem þeir senda.

Fjallað var um þessar stefnumótasíður í neytendaþætti Danska ríkissjónvarpsins, Kontant, í desember. Þar sýndi starfsmaður einnar stefnumótasíðu hvernig hann starfar við að svara karlmönnum og hvernig hann skiptir á milli prófíla fjölda kvenna og svarar skilaboðum ástfanginna og vongóðra karla til þeirra.

Í kjölfar umfjöllunar Kontant í desember fóru hollenskir þáttagerðarmenn á stúfana og fjölluðu um málið í þættinum De Monitor. Þeir hafa rannsakað stórt net falskra stefnumótasíðna og nú hafa hollensk yfirvöld gripið inn í málin.

Dönsku og hollensku þáttagerðarmennirnir komust að því að þræðir liggja frá dönskum stefnumótasíðum til Hollands og umfangsmikilla neta falskra evrópskra stefnumótasíðna sem velta mörg hundruð milljónum evra á ári að mati sérfræðinga.

Hollenska neytendaeftirlitið gerði húsleitir á mörgum stöðum vegna rannsóknar málsins og lagði hald á margar tölvur. Í framhaldi af þessum aðgerðum fengu danskir starfsmenn nokkurra stefnumótasíðna tölvupóst frá fyrirtækinu Dkworkfromhome sem réði þá til starfa. Í tölvupóstinum var þeim tilkynnt að stefnumótasíðunum verði lokað og því ekki meiri vinnu að hafa.

Mörg hollensk fyrirtæki sendu út sameiginlega tilkynningu um að þau hætti rekstri fölsku stefnumótasíðnanna frá og með 1. maí vegna vegna neikvæðrar fjölmiðlaumfjöllunar.

Margt bendir til að stefnumótasíðurnar hafi þróast yfir í mjög ábatasaman rekstur sem á rætur að rekja til klámiðnaðarins. Hollensk skjöl sýna að eigendur þessara fyrirtækja nota flókið eignarhald skúffufyrirtækja til að leyna hinu raunverulega eignarhaldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Í gær

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“

Svakalegar lýsingar á óskum Andrésar prins – „Ég er diplómat, ekki melludólgur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi

Gerðu óhugnanlega uppgötvun undir húsinu – Konan vill klára húsið en karlinn er búinn að lofa hrekkjavökupartýi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna

Hefndi sín grimmilega fjórum árum eftir að hafa fengið vitlaust álegg á samlokuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla

Unglingur sakfelldur fyrir morð: Fréttu af láti sonar síns í gegnum samfélagsmiðla