fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Af hverju hætti Golden State-morðinginn skyndilega að drepa?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. apríl 2018 17:00

Joseph James DeAngelo Mynd: Lögreglan í Kaliforníu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt hefur verið meira rætt í Bandaríkjunum en handtöku hins 72 árs gamla Joseph James DeAngelo, 72 ára fyrrverandi lögregluþjóns, sem grunaður er um að vera einn afkastamesti raðmorðingi Bandaríkjanna í seinni tíð.

Joseph þessi er grunaður um að hafa drepið tólf manns, nauðgað rúmlega fimmtíu konum og framið á annað hundrað innbrot á árunum 1976 til 1986. Það sem vakið hefur athygli margra er sú staðreynd að Joseph virðist hætt að fremja hina hryllilegu glæpi árið 1986. Engar vísbendingar eru um að hann hafi endurtekið leikinn, eða í rúm 30 ár. Það er í hróplegri mótsögn við þá útbreiddu skoðun að raðmorðingjar og raðnauðgarar geti ekki hætt að stunda glæpi sína.

Í umfjöllun New York Times um málið er þó haft eftir sérfræðingum, réttarsálfræðingum og fulltrúum FBI þar á meðal, að þetta sé mýta – dæmi séu um að menn hætti skyndilega að fremja voðaverk sín.

„Þetta eru ekki gjörðir (morð og nauðganir) sem þessir einstaklingar telja sig skuldbundna til að framkvæma. Þær eru viljandi og skipulagðar,“ segir J. Reid Meloy, réttarsálfræðingur og sálfræðiprófessor við University of California, í samtali við New York Times.

En hvers vegna hætta raðmorðingjar og raðnauðgarar skyndilega að fremja glæpi sína, jafnvel eftir að hafa stundað iðju sína svo árum, jafnvel áratugum, skiptir? Tölfræðideild Bandarísku alríkislögreglunnar framkvæmdi umfangsmikla rannsókn á þessu árið 2008. Teknar voru saman upplýsingar um raðmorðingja í bandarískri réttarsögu og í niðurstöðunum kom fram að ýmis tímamót í lífi þessara einstaklinga hafi talsverð áhrif; hjónabönd og barneignir þar á meðal. Þá geti aðrar breytingar haft áhrif; flutningar, atvinna og fleira til.

Í þessu samhengi er nefnt mál raðmorðingjans Dennis Rader, sem myrti tíu manns á árunum 1974 til 1991. Hann var ekki handtekinn fyrr en árið 2005 og þá höfðu fjórtán ár liðið frá síðasta voðaverki hans. Rader viðurkenndi síðar að hafa beint hvötum sínum í annan jarðveg, ef svo má segja – hann fann eitthvað annað til að fullnægja hvötum sínum en að myrða einstaklinga.

Þá er einnig nefnt annað dæmi af raðmorðingjanum Gary Ridgeway. Ridgeway myrti vændiskonur meðan á fyrstu tveimur hjónaböndum hans stóð. Þegar hann kvæntist þriðju konunni – og virtist vera í hamingjuríku sambandi – hættu morðin.

Bandarísk yfirvöld hafa ekki gefið mikið út varðandi mál Joseps DeAngelo, sem nú er í deiglunni. Sérfræðingar gefa þó til kynna og benda á að árið 1986 hafi hann verið orðinn fertugur. Um það leyti fer framleiðsla testósteróns í líkamanum minnkandi og það geti vissulega haft áhrif. Þetta er að minnsta kosti mat Michael H. Stone, prófessors í réttarsálfræði við Columbia University. Michael hefur stundað rannsóknir á raðmorðingjum um margra ára skeið.

Los Angeles Times bendir á að Joseph hafi eignast dóttur árið 1981 og í kjölfarið hafi hann, að því er virðist, dregið sig í hlé í fimm ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar

Hinn grunaði er starfsmaður Múlaborgar
Fréttir
Í gær

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Í gær

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur

Móðir kennir meintum mistökum Landspítalans um miklar kvalir sínar en fær engar bætur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“

WhatsApp-pabba stefnt fyrir dóm – Móðirin telur sig hæfari vegna „sinna persónulegu eiginleika“